Hreinsum eftir áramótin

Fréttir

Mikið rusl fellur til um áramót þegar tonnum af flugeldum er skotið á loft. Nokkuð mikið er um það tómir flugeldakassar, spýtur og prik liggi á víð og dreif um bæinn nú í upphafi árs og biðlum við til íbúa og fyrirtækja á svæðinu að huga að nærumhverfi sínu og taka til eftir áramótagleðina. 

Gleðilegt nýtt ár kæru Hafnfirðingar!

Mikið rusl fellur til um áramót þegar tonnum af flugeldum er skotið á loft. Nokkuð mikið er um það tómir flugeldakassar, spýtur og prik liggi á víð og dreif um bæinn nú í upphafi árs og biðlum við til íbúa og fyrirtækja á svæðinu að huga að nærumhverfi sínu og taka til eftir áramótagleðina. 

Tökum höndum saman og hreinsum upp eftir áramótin!

Það er eins í þessu eins og svo mörgu öðru að margar hendur vinna létt verk. Við hvetjum íbúa Hafnarfjarðarbæjar og kaupendur flugelda að sýna gott fordæmi, hreinsa upp eftir sig og koma rusli í förgun. Rusl eftir flugelda skal flutt í móttökustöðvar Sorpu sem opnuðu strax 2. janúar. Varað er við því að leyfum af flugeldum sér hent í ruslatunnur öryggisins vegna. Flugeldarusl á að skila sér beint í almennt sorp hjá Sorpu, nema ósprungnir flugeldar – þeir fara í spilliefnagáminn.

Ef sem flestir gefa sér tíma í það á nýja árinu að fegra nærumhverfi sitt þá náum við í sameiningu að koma bænum í samt horf og halda honum áfram hreinum og fínum.  

Ábendingagátt