Hreinsunaráskorun til fyrirtækja

Fréttir

Gámar á þremur stöðum í Hafnarfirði dagana 4. maí og 5. maí.  Starfsmenn fyrirtækja og stofnana ásamt nemendum og kennurum allra skólastiga í Hafnarfirði eru í hreinsunarátaki hvattir til að rýna í sitt nærumhverfi og taka sérstaklega til hendinni við hreinsun. 

Hreinn Hafnarfjörður…með þátttöku allra!

Árvisst hreinsunarátak í Hafnarfirði verður dagana 2. – 11. maí. Þessa daga verða bæjarstarfsmenn á fullu við hreinsun víðsvegar um Hafnarfjörð og samhliða er skorað starfsmenn fyrirtækja og stofnana í Hafnarfirði að taka virkan þátt með því að huga að hreinsun innan sinna lóðarmarka og í sínu nánasta umhverfi. 

Gámar á þremur stöðum í Hafnarfirði

Föstudaginn 5. maí eru starfsmenn fyrirtækja og stofnana ásamt nemendum og kennurum allra skólastiga í Hafnarfirði hvattir til að rýna í sitt nærumhverfi og taka sérstaklega til hendinni við hreinsun. Gámum verður komið fyrir á þremur stöðum í Hafnarfirði og eru gámar einkum hugsaðir fyrir losun á timbri og járni frá fyrirtækjum á hverju svæði fyrir sig. Gámar verða á svæðinu í tvo heila daga – fimmtudaginn 4. maí og föstudaginn 5. maí. Að sjálfsögðu geta fyrirtæki valið aðrar dagsetningar á tímabilinu – aðalmálið er að vera með!

Fyrirtæki eru eindregið hvött til að nýta sér þessa þjónustu. 

GamarDagsetningarVor2017

Ábendingagátt