Hressandi sumarhátíð frístundaheimilanna

Fréttir

Það ríkti mikil gleði á sumarhátíð frístundaheimilanna í Hafnarfirði sem haldin var á Víðistaðatúni í blíðviðri síðastliðinn fimmtudag. Um 400 börn á aldrinum 7-9 ára voru þar samankomin til að skemmta sér við hopp, leiki og siglingar. 

Það ríkti mikil gleði á sumarhátíð frístundaheimilanna í
Hafnarfirði sem haldin var á Víðistaðatúni síðastliðinn fimmtudag.
Um 400 börn á aldrinum 7-9 ára voru þar samankomin ásamt leiðbeinendum sínum og starfsfólki Vinnuskóla Hafnarfjarðar til að skemmta sér við
hopp, leiki og siglingar. Krakkarnir léku sér á bátum á tjörninni, fóru í ýmsa
leiki og gæddu sér á grillmat. Sumarhátíðin er hugsuð sem uppskeruhátíð fyrir krakkana
eftir skemmtilegt, skapandi og fróðlegt sumarstarf frístundaheimilanna sem öll
hafa verið opin frá skólalokum um miðjan júní þar til föstudaginn 2.júlí.

IMG_0561

Miðlægt námskeið í Krakkabergi frá 5. til og með 23. júlí 

Boðið er uppá miðlægt námskeið í frístundaheimilinu Krakkabergi í Setbergsskóla frá 5. júlí til og með 23. júlí. Sumarfrístund hefst svo aftur í öllum skólum strax eftir verslunarmannahelgi eða frá 4. ágúst til og með 23. ágúst. Dagana
4. – 23. ágúst verður einnig boðið upp á fjölbreytta og uppbyggilega
sumarfrístund í öllum frístundaheimilum í Hafnarfirði fyrir börn í útskriftarhóp
leikskólanna, 6 ára börn. Námskeiðin eru líkt og hefðbundin
sumarnámskeið en mikil áhersla er lögð á útiveru, hreyfingu, hollustu og er
sérstaklega lagt upp með að fara í fjölbreytta leiki. Börnin fá tækifæri til að
kynnast sínu frístundaheimili og nærumhverfi skólans með það að leiðarljósi að
auka öryggi þeirra og vellíðan við upphaf skólagöngu.

Sjá nánar á  www.tomstund.is

Opið er fyrir skráningu í sumarfrístund frá og með 28.apríl. Skráning fer fram hér

Ábendingagátt