Hressleikarnir 2022 eru um helgina – styrkjum gott málefni

Fréttir

Góðgerðarleikar Hress verða haldnir laugardaginn 5. nóvember frá 9-11. Hressleikarnir er tveggja tíma æfingaveisla með sjö 30 manna liðum þar sem hver hópur er með sitt litaþema. Hressleikarnir hafa þann hlýja og fallega tilgang að styrkja gott málefni og rennur allur ágóði ár hvert til valins einstaklings eða fjölskyldu í Hafnarfirði. Þátttökugjald er 3.500 kr. á mann og eru allir velkomnir.

Góðgerðarleikar Hress verða haldnir laugardaginn 5. nóvember frá 9-11. Hressleikarnir er tveggja tíma æfingaveisla með sjö 30 manna liðum þar sem hver hópur er með sitt litaþema. Hressleikarnir hafa þann hlýja og fallega tilgang að styrkja gott málefni og rennur allur ágóði ár hvert til valins einstaklings eða fjölskyldu í Hafnarfirði. Þátttökugjald er 3.500 kr. á mann og eru allir velkomnir.

Styrktarmálefni Hressleikanna 2022

Í ár fer Hress óhefðbundna leið í styrkveitingunni og hefur verið ákveðið að styrkja þrjár fjölskyldur. Styrknum verður deilt jafnt á milli allra fjölskyldnanna. Í heild eru það 11 börn ásamt fjölskyldum þeirra sem ætlunin er að styrkja og taka utan um.

Ösp Ásgeirsdóttir og fjölskylda

Ösp, sem er alin upp í Hafnarfirði, greindist með 4. stigs botnlangakrabbamein í desember á síðasta ári og hefur ekki getað stundað vinnu sl. mánuði vegna veikinda. Ösp er gift Jóni Grétari og eiga þau þrjú börn; Hreiðar Ægir Leví 15 ára, Óðinn Loga Leví 12 ára og Iðunni Völu Leví 8 ára.

Elsa Kristín Auðunsdóttir og fjölskylda

Elsa Kristín Auðunsdóttir er Hafnfirðingur og fimm barna móðir sem missti unnusta sinn, Þórð Kárason, í ágúst á þessu ári. Börnin eru Kári 2 ára, Sunna 4 ára, Tinna 6 ára, Anna 8 ára og Laufey 17 ára. Það er gott að geta styrkt Elsu í hennar krefjandi verkefnum sem eru framundan.

Hreiðar Geir Jörundsson og fjölskylda

Hreiðar Geir Jörundsson missti eiginkonu sína Svövu Bjarkadóttir í byrjun október frá þremur börnum, þeim Klöru Lind 7 ára, Aldísi Evu 4 ára og Hektor Orra 6 mánaða. Hreiðar og börn eru búsett í Garðabæ. Það gott að geta stutt við bakið á fjölskyldunni á erfiðum tímum.

Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög:

  • Rkn: 135-05-71304
  • Kt: 540497-2149

Öllum er velkomið að taka þátt á Hressleikunum og eins að styðja við verkefnið með frjálsu framlagi. Einnig er hægt að styrkja söfnunina með kaupum á happdrættismiðum í móttöku HRESS á kr. 500.- miðinn.

Viðburður á Facebook

Ábendingagátt