Hreyfivika

Fréttir

Hreyfivika í Hafnarfirði 28. maí – 3. júní 2018

Hreyfivika „Move week“ verður haldin dagana 28. maí – 3. júní um gjörvalla Evrópu. Hafnarfjörður tekur þátt í Hreyfivikunni þetta árið líkt og undanfarin ár en markmið Hreyfivikunnar er að kynna kosti virkrar hreyfingar og almennrar þátttöku í íþróttastarfi til heilsubótar.

Nánari upplýsingar um viðburði hreyfivikunnar í Hafnarfirði eru á http://iceland.moveweek.eu/

Í tilefni Hreyfivikunnar er ætlunin að íþróttafélög, stofnanir, fyrirtæki, einstaklingar og félagasamtök bjóði upp á fjölbreytta dagskrá í heilsu- og forvarnarviku. Hugmyndin er að bjóða upp á opna kynningartíma, fróðlega fyrirlestra, hlaupanámskeið, gönguferðir, fitu- og ummálsmælingu eða hvaða viðburði sem er sem tengjast hreyfingu og hollustu að einhverju leyti. Boðberar hreyfingar í Hreyfivikunni láta hlutina gerast og standa fyrir viðburðum.

Hafnarfjörður stefnir að metnaðarfullri dagskrá í Hreyfivikunni og geta boðberar skráð sig og sinn viðburð inn í kerfið http://iceland.moveweek.eu/move-agents/.

Ábendingagátt