Hryllingsmynd eftir 12-13 ára vini í Lækjarskóla – næsta á teikniborðinu

Fréttir

Hryllingsmyndin “The Myth” er skrifuð, leikstýrð og leikin af 12-13 ára vinum úr Lækjarskóla í Hafnarfirði. Strákarnir sem standa að kvikmyndinni heita Eiríkur Skorri, Jóhannes Ólafur, Rökkvi, Valtýr Leó, Veigar Orri, Viðar Már, Gunnar Logi, Jakob, Dagur, Rúnar Logi, Sigursteinn Nói og Ágúst. Kvikmyndin verður frumsýnd í Bæjarbíói 7. nóvember kl. 20. Athugið að myndin er ekki við hæfi barna yngri en 10 ára.

Frumsýnd í Bæjarbíó mánudaginn 7. nóvember kl. 20

Hryllingsmyndin “The Myth” er skrifuð, leikstýrð og leikin af 12-13 ára vinum úr Lækjarskóla í Hafnarfirði. Strákarnir sem standa að kvikmyndinni heita Eiríkur Skorri, Jóhannes Ólafur, Rökkvi, Valtýr Leó, Veigar Orri, Viðar Már, Gunnar Logi, Jakob, Dagur, Rúnar Logi, Sigursteinn Nói og Ágúst. Kvikmyndin verður frumsýnd í Bæjarbíói 7. nóvember kl. 20. Athugið að myndin er ekki við hæfi barna yngri en 10 ára.

Næsta mynd þegar komin á teikniborðið

Næsta kvikmynd strákanna er nú þegar á teikniborðinu. Stofnaður hefur verið sérstakur reikningur sem hugsaður er sem sjóður fyrir vinina til að fjármagna leikmuni og annan tilfallandi kostnað sem óneitanlega hlýst af kvikmyndagerð. Öllum er velkomið að styðja við og styrkja þessa ungu ungu og upprennandi Hafnfirðinga til frekari kvikmyndagerðar.

Reikningsupplýsingar eru:

  • 0370-26-036985
  • Kt: 180570-4899
  • Margrét Sigurjónsdóttir (móðir eins vinar)

Um hryllingsmyndina

„The Myth“ er vera með krafta sem notaðir eru til illra verka. Drengurinn Harry komst í kynni við veruna þegar hún drap nokkra vini hans eitt sinn. Harry segir vinum sínum frá verunni illu en enginn trúir honum. Hann langar því að sanna tilvist „The Myth“ en þá gerast margir hræðilegir hlutir sem enginn hefði getað ímyndað sér. Sýnd með enskum texta! Leikstjórn, klipping, mynd- og hljóðvinnsla: Viðar Már. Leikarar: Eiríkur Skorri, Jóhannes Ólafur, Rökkvi, Valtýr Leó, Veigar Orri, Viðar Már, Gunnar Logi, Jakob, Dagur, Rúnar Logi, Sigursteinn Nói og Ágúst.

Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta í Bæjarbíó á sýninguna 7. nóvember
Miðasala á Tix.is

Ábendingagátt