Hugum að snjóflóðahættu í vetrarútivist

Fréttir

Talsverður snjór er á landinu um þessar mundir og margir nýta sér aðstæðurnar í ýmis konar vetrarútivist. Mikilvægt er að huga að því öllum stundum að þegar ferðast er í brattlendi að vetrarlagi þarf alltaf að gæta að mögulegri snjóflóðahættu

Talsverður snjór er á landinu um þessar mundir og margir nýta sér aðstæðurnar í ýmis konar vetrarútivist. Mikilvægt er að huga að því öllum stundum að þegar ferðast er í brattlendi að vetrarlagi þarf alltaf að gæta að mögulegri snjóflóðahættu. 

Sjá tilkynningu vef Veðurstofunnar  

Veðurstofan gefur út snjóflóðaspár fyrir 5 landsvæði sem gefa vísbendingu um aðstæður á svæðinu. Auk þess er mikilvægt að ferðalangar meti sjálfir staðbundnar aðstæður, hugi að leiðarvali og gæti að sér í kringum svokallaðar landslagsgildrur, t.d. árfarvegi, gil og kletta. Snjóflóðabúnaður, þ.e. ýlir, skófla og stöng, ætti að vera staðalbúnaður í vetrarferðum.Óvenjumikill snjór er nú á suðvesturhluta landsins og veikleiki hefur fundist í snjónum þar. Einnig hefur fundist veikleiki á sunnanverðum Vestfjörðum.

Bendum á frekari upplýsingar á snjóflóðasíðum vedur.is

Förum varlega! 

Ábendingagátt