Hundrað fjallkonur í Hafnarfirði á 17. júní

Fréttir

Eitt hundrað konur í þjóðbúningum flytja ávarp fjallkonunnar, „Á annarri öld“ eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, á þjóðhátíðardaginn í Hafnarfirði í tilefni af hundrað ára afmæli kosningarréttar kvenna.

Eitt hundrað konur í þjóðbúningum flytja ávarp fjallkonunnar, „Á annarri öld“ eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, á þjóðhátíðardaginn í Hafnarfirði í tilefni af hundrað ára afmæli kosningarréttar kvenna.

Undanfarin ár hefur Annríki – þjóðbúningar og skart veitt aðstoð við að klæðast þjóðbúningum allra landa og kl. 11 á að safnast saman í Flensborgarskólanum til undirbúnings.

Kl. 13:00 hefst Hátíðardagskrá á Hamrinum þegar Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur, Karlakórinn Þrestir syngur nokkur lög, hundrað hafnfirskar konur í þjóðbúningum flytja ávarp sem fyrr segir og og sr. Þórhildur Ólafs, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju sér um helgistund.

Ábendingagátt