Hundruð í búningum á Heima og himingeima-hátíðinni

Fréttir

Stutt er í búninga- og leikjahátíðina Heima og himingeima. Hún hefst föstudaginn 29. ágúst og stendur alla helgina. Sviðsmyndir verða settar upp á morgun. Búningasmiðja seinna í dag.

Styttist í Heima og himingeima

Allt að 100 manns verða í fullum skrúða á búninga- og leikjasamkomunni Heimar og himingeimar, sem haldin verður á Bókasafni Hafnarfjarðar dagana  29.-31. ágúst. Þessi ævintýraheimur búningaunnenda er svo opin gestum og gangandi.

„Við áætlum að mörg hundruð gestanna verði einnig í eigin búningi,“ segir Unnur Helga Möller, verkefnastjóri viðburða á Bókasafni Hafnarfjarðar. Hátíðin sló í gegn í fyrra og verður enn veglegri í ár.

Ört stækkandi heimur

„Þetta er heimur sem skiptir máli. Hann stækkar mjög hratt um þessar mundir, enda er svo auðvelt að búa sér til búning. Þú þarft ekki annað en ímyndunaraflið,“ segir Unnur. Búningarnir séu af öllum gerðum og gæðum.

„Heimar og himingeimar spannar búninga allt frá hugmyndaflugi sem fær útrás í Rauða-krossinum yfir í fullkomnar endurgerðir af kvikmyndabúningum að verðmæti mörg hundruð þúsund króna,“ lýsir hún.

Hátíðin í annað sinn

Búninga- og leikjahátíðin Heimar og himingeimar er nú haldin í hannað sinn. „Rimmugýgur verður á staðnum, HEMA Reykjavík verður með sögulegar skylmingar og Geislasverðafélagið mætir með geislasverðin sín. Slegist verður við Darth Vader, sem fólk þekkir úr Star Wars.

Það er ekki allt. Hægt verður að kíkja í undraheim 501. Herdeildarinnar, sjá Marie Antoinette fara í búninginn og margt, margt fleira.

  • Boffer-smiðja
  • Vélmennaveiðar
  • Bardagasýningar
  • búninginn
  • Risabrúður
  • Kynningar á handverki; leðurvinnsla, brynjugerð, saumaskapur og skrautskrift.
  • Cosplay-keppni með alþjóðlegum dómurum
  • 501. herdeildin

Unnur segir búningaheiminn margvíslegan og fjölbreyttan. Hún spyr: „Hvað er búningur? Hver er skilgreiningin?,“ og svarar.

„Jú, búningur samanstendur af klæðum sem mynda heildstætt útlit. Íslenskur búningur, upphlutur, er til dæmis upphlutur, pils, skotthúfa og fleira. Ein og sér er hver flík ekki íslenski búningurinn heldur verður það þegar allar flíkurnar raðast saman.“

  • Fram að hátíðinni verða búningasmiðjur, svokallaðar Kit og Cosplay smiðjur, haldnar á Bókasafni Hafnarfjarðar. Sú síðasta nú í dag. Þar má sauma eigin búning fyrir hátíðina og fá aðstoð við það. „Komið með eigið efni,“ segir Unnur.

Já, það eru ævintýralegir tímar framundan!

Ábendingagátt