Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Í fallegum og nýuppgerðum lystigarði Hafnfirðinga í miðbæ Hafnarfjarðar leynast tækifæri fyrir einstaklinga, fyrirtæki eða hópa sem vilja búa til rekstur og skapa upplifun og ævintýri á einstökum stað. Eina skilyrðið er að hugmyndir að starfsemin auki aðdráttarafl, áhuga og aðsókn í garðinn. Hafnarfjarðarbær leitar eftir samtali við alla áhugasama um mögulegan rekstur Oddrúnarbæjar og tækifærin í garðinum allt árið um kring.
Í þessum 100 ára lystigarði Hafnfirðinga í Hellisgerði má m.a. finna Oddrúnarbæ sem er lítið, gamalt og heillandi hús með salernisaðstöðu og aðstöðu til reksturs. Oddrúnarbær er um 20 fermetrar að stærð og byggt árið 1905. Útisvið er við húsið auk tveggja nýrra gróðurhúsa og áhorfendapalla sem mynda fallega umgjörð í hjarta garðsins. Falleg tjörn er fyrir botni garðsins með styttunni; Yngsta fiskimanninum. Á sumrinu er tjörnin nýtt sem vaðtjörn og á köldum vetrardögum undir skauta. Víða um garðinn hafa verið útbúin skemmtileg innskot og aðstaða til hvíldar, klifurs og upplifunar. Hellisgerði er eitt af helstu kennileitum Hafnarfjarðar og hefur hin síðustu ár stimplað sig vel inn í jólahefðir Hafnfirðinga og vina Hafnarfjarðar. Á aðventunni umbreytist garðurinn í ævintýraveröld með ljósadýrð og þúsundir gesta nota tækifærið til að upplifa og njóta á sínum eigin forsendum. Á öðrum árstímum er garðurinn mikið nýttur til útivistar, viðburða, lautarferða og ævintýra auk þess sem fyrirtæki og hópar hafa nýtt aðstöðuna undir fjölbreyttar samkomur.
Hafnarfjarðarbær óskar eftir hugmyndum sem styrkja og auka enn frekar mannlífið í Hellisgerði og þannig umferð íslenskra jafnt sem erlendra ferðamanna um garðinn. Hugmynd skal fylgja greinargerð sem útlistar hugmynd að starfsemi, sérstöðu út frá vöru og/eða þjónustu ásamt upplýsingum um bakgrunn, færni og reynslu þess sem áhugasamur er um tækifærið. Sérstök athygli er vakin á því að um er að ræða markaðskönnun sem er á engan hátt skuldbindandi fyrir aðila samtals.
Tekið er á móti hugmyndum að starfsemi, rekstri og umgjörð til og með 12. ágúst í gegnum netfangið: menning@hafnarfjordur.is. Hægt er óska eftir ítarlegri upplýsingum og bóka skoðun á fasteign hjá þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar í gegnum netfangið: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is eða síma: 585-5500.
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…