Hús tækifæranna í Hellisgerði

Fréttir

Í Hellisgerði hafa risið tvö gróðurhús beggja vegna Oddrúnarbæjar sem í dag hýsir Litlu Álfabúðina. Um er að ræða skemmtilega viðbót við lífið, umhverfið og reksturinn sem fyrir er í Hellisgerði til að auka sýnileika og mannlíf í garðinum. Gróðurhúsin eru opin á opnunartíma Litlu Álfabúðarinnar en utan opnunartíma er hægt að fá afnot af húsunum fyrir hverskyns viðburði, fundi og uppákomur. Húsin eru í eigu Hafnarfjarðarbæjar.

Í Hellisgerði hafa risið tvö gróðurhús beggja vegna
Oddrúnarbæjar sem í dag hýsir Litlu Álfabúðina . Um er að ræða skemmtilega
viðbót við lífið, umhverfið og reksturinn sem fyrir er í Hellisgerði til að
auka sýnileika og mannlíf í garðinum. Gróðurhúsin eru opin á opnunartíma Litlu
Álfabúðarinnar en utan opnunartíma er hægt að fá afnot af húsunum og leigja þau fyrir
hverskyns viðburði, fundi og uppákomur. Húsin eru í eigu Hafnarfjarðarbæjar. 

IMG_121728 heldri borgarar heimsækja ný gróðurhús í Hellisgerði. Hér með Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðar.   

Gróðurhús í Hellisgerði aðgengileg öllum áhugasömum

Glöggir vegfarendur sem átt hafa leið um Hellisgerði hafa
eflaust rekið augun í tvö ný glæsileg gróðurhús sem sett hafa verið upp í
Hellisgerði. Gróðurhúsin eru hugsuð fyrir hverskyns samkomur og viðburði og eru
þau aðgengileg öllum áhugasömum. Munu þau m.a. spila stórt hlutverk í
Hellisgerði á aðventunni, í jólabænum Hafnarfirði, og skapa skilyrði fyrir
aukna afþreyingarmöguleika í bæjarfélaginu. Gróðurhúsin voru opnuð formlega á
dögunum með heimsókn 28 heilsuhraustra eldri borgara sem ganga saman í a.m.k.
klukkustund einu sinni í viku. Þessi gönguhópur heldri borgara hefur verið
gangandi um Hafnarfjörð í a.m.k. 20 ár og hefur sú sem lengst hefur gengið með
hópnum í dag gengið með honum í 13 ár eða frá 67 ára aldri. Bauð Hafnarfjarðarbær
hópnum í kaffi, kleinur og tónlist á gönguferð sinni um svæðið. Inga Björk
Ingadóttir lýru- og hörpuleikari lék og söng fyrir hópinn sem skapaði einstaka
stemningu í fallegu umhverfi og félagsskap.

IMG_1248

IMG_1270

Alla virka daga frá kl. 8-16 er hægt, gegn skráningu,
að nálgast lykla að gróðurhúsunum í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar að
Strandgötu 6 og nýta húsin endurgjaldslaust á þeim tíma. Frá kl. 16 alla virka
daga og um helgar fara bókanir fram í gegnum Litlu Álfabúðina í Hellisgerði og
þá gegn vægu gjaldi.
Eina skilyrðið fyrir láni og útleigu er góð og vönduð umgengni um þessa nýju sameign Hafnfirðinga. 

Facebooksíða Litlu Álfabúðarinnar 

Ábendingagátt