Húsfyllir á hafnfirska forsýningu á Ömmu Hófí

Fréttir

Húsfyllir var á hafnfirska forsýningu kvikmyndarinnar Ömmu Hófí í Bæjarbíói í kvöld. Í ljósi þess að myndin var að öllu leyti tekin upp í Hafnarfirði ákvað Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Bæjarbíó og framleiðendur myndarinnar að bjóða þeim sem tóku þátt í gerð hennar í Hafnarfirði; fyrirtækjum og einstaklingum sem og bæjarstjórn, starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar og heilsueflandi hópi hafnfirskra eldri borgara til forsýningar á myndinni á heimavelli.

Húsfyllir var á hafnfirska forsýningu kvikmyndarinnar Ömmu
Hófí í Bæjarbíói í kvöld. Í ljósi þess að myndin var að nær öllu leyti tekin upp í
Hafnarfirði ákvað Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Bæjarbíó og framleiðendur
myndarinnar að bjóða þeim sem tóku þátt í gerð hennar í Hafnarfirði;
fyrirtækjum og einstaklingum sem og bæjarstjórn, starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar
og heilsueflandi hópi hafnfirskra eldri borgara til forsýningar á myndinni á
heimavelli.

„Það
er óhætt að segja að lífið og fjörið í kringum upptöku myndar hafi verið mikið
og er afraksturinn frábær. Sannarlega viðeigandi
og á sama tíma mikill heiður að vera með forsýninguna á þessari hafnfirsku mynd í hjarta
Hafnarfjarðar, brandarabænum sjálfum.“
segir Rósa Guðbjartsdóttir brosandi eftir sýninguna.

Gamanmynd eftir
Gunnar Björn Guðmundsson

Hátíðarforsýning Ömmu Hófi fer fram í Laugarásbíói
miðvikudaginn 8.júlí og frá og með 10.júlí fer myndin í sýningu um allt land.
Amma Hófí er ný gamanmynd eftir Gunnar Björn Guðmundsson með þeim Eddu
Björgvins og Ladda í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um eldri borgarana Hófí og
Pétur sem eru olnbogabörn í kerfi sem hefur lítið gagn af þeim lengur. Þau eru
orðin leið á aðbúnaðinum á elliheimilinu og ræna banka til að hafa efni á að
kaupa sér litla íbúð. Ýmis ljón eru í vegi þeirra og Hófí og Pétri lendir saman
við harðasta handrukkara bæjarins og skósveina hans.

Ábendingagátt