Húsfyllir á íbúafundi um Reykjanesbrautina

Fréttir

Húsfyllir var á íbúafundi í Bæjarbíói í kvöld þar sem umferðaröryggi í og við Reykjanesbrautina var rætt. Meðal þeirra sem tóku til máls voru Hrafnhildur R. Halldórsdóttir, íbúi í Setbergi, Sindri Blær Gunnarsson, nemi í Flensborg sem lenti í hörðum árekstri á Reykjanesbraut. Þá var þar líka Lilja Guðríður Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá Viaplan, Magnús Einarsson frá Vegagerðinni og Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra .

Húsfyllir var á íbúafundi í Bæjarbíói í kvöld þar sem umferðaröryggi í og við Reykjanesbrautina var rætt. Meðal þeirra sem tóku til máls voru Hrafnhildur R. Halldórsdóttir, íbúi í Setbergi, Sindri Blær Gunnarsson, nemi í Flensborg sem lenti í hörðum árekstri á Reykjanesbraut. Þá var þar líka Lilja Guðríður Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá Viaplan, Magnús Einarsson frá Vegagerðinni og Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra .

 Fundargestir höfðu margar spurningar enda er brautin fyrirferðamikið mannvirki og klýfur bæjarfélagið þvert og endilangt. Stór hópur íbúa nota hana til að komast til og frá vinnu og þá þurfa margir foreldrar að glíma við hana á leið sinni með börn í frístundir og íþróttir. Það kom fram í máli Sindra Blæs að ungt fólk í Hafnarfirði væri hvekkt og forðist að fara um hringtorgin á brautinni.

Að fundi loknum bar Hrafnhildur Halldórsdóttir íbúi upp ályktun fyrir fundargesti sem samþykkt var með dynjandi lófaklappi.

„Íbúafundur um samgöngumál í Hafnarfirði skorar á stjórnvöld að tryggja áframhaldandi úrbætur á Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Tryggt verði að framkvæmdir við gatnamótin og hringtorgin á kafla frá Kaplakrika að Lækjargötu hefjist á næsta ári og að jafnframt verði lokið við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum á Krísuvíkurvegi.“

Hægt er að nálgast upptöku af fundinum á facebook síðu Hafnarfjarðarbæjar

Ábendingagátt