Húskonsert í boði eldri borgara á tónlistarnámskeiði

Fréttir

Öflugur hópur eldri borgara úr ólíkum áttum kom saman á fimm daga tónlistarnámskeiði í síðustu viku. Námskeiðið var tilraunaverkefni tveggja tónlistarkennara við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og sannarlega nýtt af nálinni. Námskeiði lauk með húskonsert í fallegri og nýlegri aðstöðu Tónlistarskóla Hafnarfjarðar í Skarðshlíðarskóla. 

Öflugur hópur eldri borgara úr ólíkum áttum kom saman á fimm daga tónlistarnámskeiði í síðustu viku. Námskeiðið var tilraunaverkefni tveggja tónlistarkennara við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og sannarlega nýtt af nálinni. Á námskeiðinu var „stofnuð“ hljómsveit eldri borgara þar sem hver og einn mætti til leiks með sitt eigið hljóðfæri og rödd og var þessa fimm daga unnið með vel valin lög eftir Bítlana. Námskeiði lauk með húskonsert í fallegri og nýlegri aðstöðu Tónlistarskóla Hafnarfjarðar í Skarðshlíðarskóla. 

IMG_9029

Bakgrunnur þeirra sem sótt námskeiðið er ólíkur en allir í hópnum eiga það sameiginlegt að búa að góðum grunni í tónlist.   

Tækifæri til að rifja upp gamla takta

Á námskeiðinu gafst hljóðfæraleikurum og tónlistarunnendum úr hópi eldri borgara, sem búa yfir ákveðnum grunni í hljóðfæraleik og söng, kostur á að rifja upp gamla takta ásamt því að auka við þekkingu í hljóðfæraleik og samspili. Leiðbeinendur voru þær Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir og Inga Björk Ingadóttir kennarar úr tónlistarskólanum. Til stendur að halda sambærilegt námskeið aftur haustið 2021 og verður það þá auglýst á miðlum tónlistarskólans og Hafnarfjarðarbæjar. 

IMG_8991Hver og einn mætti til leiks með sitt hljóðfæri og sína hæfileika.    

IMG_9038

Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Sigrún Kristbjörg í gegnum netfangið: sigrun.k.jonsdottir@gmail.com eða í síma: 695-2604

Ábendingagátt