Húsnæðismál leik- og grunnskóla á Völlum

Fréttir

Fræðsluráð samþykkti á fundi sínum í gær að stofnaður verði starfshópur sem fái það verkefni að meta húsnæðisþörf leik- og grunnskóla á Völlum.

Fræðsluráð samþykkti á fundi sínum í gær að stofnaður verði starfshópur sem fái það verkefni að meta húsnæðisþörf leik- og grunnskóla á Völlum.

Starfshópurinn fær það hlutverk að móta tillögur um framtíðarfyrirkomulag skólastarfs á svæðinu og skili tillögum þar um fyrir 1. desember 2015. Erindisbréf starfshópsins og tilnefningar í hann verði lagðar fram á næsta fundi fræðsluráðs.

Markmiðið verði að leita leiða til að tryggja húsnæði og skólastarf í ört vaxandi hverfi til framtíðar. Það verði gert með virku samráði við fulltrúa hagsmunaaðila úr skólasamfélaginu á svæðinu. 


Hér er hægt að nálgast fundargerðina.

Ábendingagátt