Hvað finnst þér um Mínar síður?

Fréttir

Þessa dagana stendur yfir vinna við kortlagningu og greiningu Mínum síðum Hafnarfjarðarbæjar sem það fyrir augum að efla og styrkja þjónustuvefinn enn frekar. 

Þessa dagana stendur yfir vinna við kortlagningu og
greiningu á Mínum síðum Hafnarfjarðarbæjar með það fyrir augum að efla og
styrkja þjónustuvefinn enn frekar. Mínar síður er rafræn þjónusta og heimasvæði íbúa sveitarfélagsins sem veitir m.a. aðgang og yfirlit yfir þau mál sem í vinnslu eru, yfirlit yfir gjöld og styrki og umsóknir um hvers kyns
þjónustu . 

Þitt álit skiptir miklu máli!  Vinsamlega svaraðu nokkrum spurningum um vefinn.

Við hvetjum þig að láta í ljós þínar skoðanir á þjónustuvefnum.
Fyrirfram þakkir fyrir þitt álit og athugasemdir.

Netkönnun um Mínar síður: https://www.surveymonkey.com/r/minarsidur2020

Ábendingagátt