Hvað getum við gert? Tillaga að hámhorfi um páskana

Fréttir

Í þessum stuttu og hnitmiðuðu þáttum er fjallað um fjölbreyttar lausnir við loftslagsvandanum. Lausnirnar eru ólíkar, en eiga það allar sameiginlegt að gera lífið á jörðinni enn betra. 

Sjónvarpsþættirnir Hvað getum við gert? er sjálfstætt framhald sjónvarpsþáttaraðarinnar Hvað höfum við gert? sem sýnd var á RÚV 2019 og fjallaði um stöðuna í loftslagsmálum. Í þessum stuttu og hnitmiðuðu þáttum er fjallað um fjölbreyttar lausnir við loftslagsvandanum. Lausnirnar eru ólíkar, en eiga það allar sameiginlegt að gera lífið á jörðinni enn betra. Þættirnir eru framleiddir af Sagafilm í samstarfi við Félag sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Hafnarfjarðarbær er einn af stuðningsaðilum þáttanna.  

Horfa á þættina 

Hver þáttur er innan við tíu mínútur og henta þættirnir því vel í hámhorf yfir páskahátíðina í blandi við útivist og aðra skemmtun. Hafnarfjarðarbær hvetur íbúa og vini Hafnarfjarðar til að kynna sér efni þáttanna því það er margt sem hver og einn getur gert til að leggja sitt að mörkum og taka þannig þátt í að snúa þeirri þróun sem er að eiga sér stað í loftslagsmálum til hins betra. 

Tökum ábyrgð og gerumst fyrirmynd innan fjölskyldunnar sem utan hennar með einföldum aðgerðum! Tökum lauflétt skref í átt að breyttum lífsháttum!

Nokkur lauflétt dæmi:

  • Göngum, hjólum eða tökum strætó í stað þess að nota einkabílinn
  • Hættum að nota einnota umbúðir og notum þess í stað nestisbox og margnota drykkjarflöskur
  • Flokkum allt rusl heima og að heiman (í vinnunni og skólanum)

Horfa á þættina 

Ábendingagátt