Hvatningarverðlaun MsH

Fréttir

Aðildarfyrirtæki Markaðsstofunnar geta tilnefnt fyrirtæki, félag eða einstakling sem þau telja að hafi lyft bæjaranda Hafnarfjarðar á árinu 2019 fyrir 1. febrúar.

Markaðsstofa Hafnarfjarðar leitar eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna MsH 2020. Aðildarfyrirtæki Markaðsstofunnar geta tilnefnt fyrirtæki, félag eða einstakling sem þau telja að hafi lyft bæjaranda Hafnarfjarðar á árinu 2019 með starfsemi sinni og athöfnum og þannig gert Hafnarfjörð að betra samfélagi.

MsH hvetur aðildarfélaga til að senda inn tilnefningu fyrir 1. febrúar næstkomandi hér: https://forms.gle/a3TiHMEwaoA2Vgbt7

Afhending Hvatningarverðlauna MsH 2020 fer fram í Hafnarborg þriðjudaginn 18. febrúar kl.17 – 19 . Skráning á fer fram á Facebooksíðu MsH. Viðburðurinn er öllum opinn. 

Ábendingagátt