Hver á best skreytta húsið í Hafnarfirði?

Fréttir

Bæjarbúar eru hvattir til þess að skreyta hús sín og lýsa upp skammdegið á aðventunni

Nú styttist heldur betur til jóla og á aðventunni eru bæjarbúar hvattir til þess að skreyta hús sín og lýsa upp skammdegið. Á Þorláksmessu verða veitt verðlaun fyrir best skreyttu húsin, best skreytta fyrirtækið og best skreyttu götuna í Hafnarfirði. 

Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar eru hvattir til þess að setja upp stóru jólagleraugun í byrjun desember og senda ábendingu um það hús í Hafnarfirði sem þeim þykir bera af í jólaskreytingunum þetta árið. Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar mun sjá um val á best skreytta húsinu.

Senda má ábendingar á jolathorp@hafnarfjordur.is til og með 15. desember

Ábendingagátt