Hver á best skreytta húsið í Hafnarfirði?

Fréttir

Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar eru hvattir til þess að setja upp stóru jólagleraugun í desember og senda ábendingu um það hús í Hafnarfirði sem þeim þykir bera af í jólaskreytingunum þetta árið. Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar mun sjá um val á best skreytta húsinu. 

Desembermánuður nálgast og í Hafnarfirði markar opnun jólaþorpsins upphaf aðventunnar en fyrsti dagur opnunar er laugardagurinn 28. nóvember. Bæjarbúar hafa heldur betur tekið hvatningunni um að
skreyta hús sín og lýsa upp skammdegið vel og nú styttist óðum til jóla. Á
Þorláksmessu verða veitt verðlaun fyrir best skreyttu íbúðarhúsin og best
skreyttu götuna í Hafnarfirði.

Jolahus_6Hellisgata 34 hefur oftar en einu sinni fengið viðurkenningu fyrir skemmtilegar og fallegar jólaskreytingar.

Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar eru hvattir til þess
að setja upp stóru jólagleraugun í desember og senda ábendingu um það
hús í Hafnarfirði sem þeim þykir bera af í jólaskreytingunum þetta árið.
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar mun sjá um val á best skreytta húsinu. 

Senda má ábendingar á jolathorp@hafnarfjordur.is til og
með 15. desember

Ábendingagátt