Hýrir Hafnfirðingar í Gleðigöngunni 2024

Fréttir

Við Hafnfirðingar áttum okkar fulltrúa í gleðigöngu hinsegin daga. Gleðigangan er hápunktur Hinsegin fólks sem sameinast til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín.

Aldrei fleiri í gleðigöngunni!

Sjaldan ef nokkurn tímann hafa fleiri tekið þátt í gleðigöngu Hinsegin daga og í ár. Gengið var í 25. sinn og var miðborgin troðfull af fólki. Við Hafnfirðingar áttum okkar fulltrúa í 40 bíla röðinni. Gleðin var mikil, veðrið frábært og stemningin yndisleg.

Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín. Og já, gangan var til fyrirmyndar og fulltrúar okkar glæsilegir.

„Þú hýri Hafnarfjörður.

Frelsi til að fagna.

Frelsi til að elska.

Frelsi til að vera.

Frelsi til að blómstra.

 

Hafnarfjarðarbær fagnar fjölbreytileikanum og heldur áfram að ryðja veginn í átt að fullu jafnrétti og virðingu. Saman aukum við sýnileika og stuðning við hinsegin fólk. Höldum ótrauð áfram og sköpum heilbrigt og sterkt samfélag fyrir okkur öll.“

„Queer Hafnarfjörður.

Freedom to celebrate.

Freedom to love.

Freedom to be.

Freedom to flourish.

The town of Hafnarfjörður celebrates diversity and continues to pave the way towards full equality and respect. Together, we increase visibility and support for queer people. Let’s keep going and create a healthy and strong society for all of us.“for queer people. Let’s keep going and create a healthy and strong society for all of us.“

Já, lífið er betra með fjölbreytileikanum!

 

 

 

 

Ábendingagátt