Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Fastur liður í hverjum mánuði að segja frá áhugaverðum verkefnum, áskorunum, hugmyndum, heimsóknum og fundum mánaðarins með það að markmiði að upplýsa bæjarbúa og aðra um gang mála.
Febrúarmánuður einkenndist af miklu lífi, áhugaverðum og skemmtilegum viðburðum og verkefnum og heimsóknum til skóla og fyrirtækja auk þess sem ég hef fengið fjölda heimsókna frá íbúum Hafnarfjarðar, frumkvöðlum og einstaklingum í leit að húsnæði og lóðum fyrir nýjan rekstur. Ég fór í heimsókn til hvorutveggja Víðistaðakirkju og Ástjarnarkirkju í febrúar og hitti þar fyrir hóp einstaklinga sem starfa innan raða kirknanna eða koma að starfi þeirra með einum eða öðrum hætti. Fékk kynningu á starfsemi og verkefnum, þeirri þróun sem er að eiga sér stað og framtíðarsýn. Í upphafi mánaðar átti ég ásamt bæjarfulltrúum líka gott samtal við foreldra nemenda í Hraunvallaskóla þar sem húsnæðisþörf skólans og tillögur að framtíðarfyrirkomulagi skólastarfs í ört vaxandi hverfi voru meðal annars ræddar. Það hefur sýnt sig og sannað að virk þátttaka íbúa og annarra áhugasamra á málefnum bæjarfélagsins hefur hvetjandi áhrif á framkvæmd mála. Gott nýlegt dæmi um það eru framkvæmdir sem miða að því að bæta hljóðvist við tengivirki Landsnets í Hamranesi sem nú eru komnar á lokastig. Búið er að setja upp hljóðdempandi vegg sem á að draga úr nið og bæta hljóðvist á svæðinu til muna. Í þessar aðgerðir var ráðist eftir að íbúasamtök á Völlunum og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði tóku sig saman og kröfðust aðgerða. Samvinna hlutaðeigandi er að skila árangri og verður það vonandi einnig raunin með mislæg gatnamót Krýsuvíkurvegar og Reykjanesbrautar. Sameiginlegur þrýstingur og tillögur að lausnum og leiðum eru vonandi að koma hreyfingu á fyrirætlanir ríkis og ráðuneytis í þá veru að framkvæmdir við mislæg gatnamót geti hafist strax næsta haust. Svona samvinnu og samtal vil ég sem bæjarstjóri tryggja, þannig vinnast hlutirnir best.
Líkt og í janúar hef ég sett saman yfirlit yfir hluta af þeim verkefnum sem við höfum verið að vinna að í mánuðinum:
Ég vona að þessi skrif séu upplýsandi og varpi ljósi á hluta þeirra fjölbreyttu verkefna sem í gangi eru hverju sinni hjá okkur. Ég minni íbúa og fyrirtæki á vikulega viðtalstíma mína á þriðjudagsmorgnum þar sem ég tek glaður á móti þeim sem vilja eiga samtal við mig. Viðtalsbókanir eru í síma 585-5506 eða hjá audur@hafnarfjordur.is
Með góðri kveðju Haraldur
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…
Fjórða helgin okkar í Jólaþorpinu verður yndisleg. Veðrið mun leika við gesti en fyrst og fremst munu allar þær gersemar…
Börn fá frístundastyrk frá þriggja ára aldri. 10,6 milljarðar verða settir í fjárfestingar. Einnig verður sett fjármagn í uppbyggingu nýs…
Hjörtu okkar Hafnarfjarðar skarta fjólubláum lit í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Dagurinn er 3. desember ár hvert til að…
Menntastefna Hafnarfjarðarbæjar var kynnt á starfsdegi astarfsfólks frístundar-, grunnskóla- og leikskóla Hafnarfjarðarbæjar þann 14. nóvember. Þátttakendur gátu valið um ólíka…
Ný stefna um móttöku skemmtiferðaskipa í Hafnarfirði hefur verið samþykkt af bæjarráði. Stefnan gildir til 2035.
Um 30 útskrifuðust úr Leiðtogaskóla Hafnarfjarðarbæjar á dögunum. Nú hafa 90 stjórnendur bæjarins útskrifast. Kennslan eflir bæjarbraginn.
Mæðgurnar Lára Alda Alexandersdóttir og Silja Þórðardóttir lærðu saman að verða gusumeistarar. Þær nota kraftana í Herjólfsgufunni við Langeyrarmalir.
„Ég finn að Hafnfirðingar eru stoltir af Jólabænum og Jólaþorpinu á Thorsplani,“ segir Sunna Magnúsdóttir, verkefnastjóri Jólaþorpsins sem orðið er…