Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Í lok hvers mánaðar setur bæjarstjóri saman yfirlit yfir nokkur af þeim verkefnum sem í gangi hafa verið síðasta mánuðinn. Af mörgu er að taka.
Biðin eftir sumrinu, aðeins meiri hlýju og birtu styttist. Daginn er tekið að lengja og hver dagur nú í mars hefur fært okkur nær sumri í ansi mörgu tilliti. Íbúar eru farnir að draga fram hjólin og mikið líf farið að færast yfir bæinn í heild sinni. Á góðum dögum leggur fjöldi íbúa og í auknu mæli ferðamanna leið sína í miðbæ Hafnarfjarðar til að upplifa og njóta, sundlaugar og söfn eru vel sótt og verslun miðsvæðis í blóma. Búið er að opna nokkra nýja staði og þar með veitingastaði víða um bæinn sem strax eru orðnir vel sóttir. Nýr staður er við það að opna í Hafnarborg. Allt lofar þetta góðu með framhaldið.
Hreinsun og umhverfismál eru mér ofarlega í huga þessa dagana. Snjórinn er við það að hverfa af götum bæjarins og kalla næstu dagar og vikur á mikla hreinsun eftir snjóþungan og nokkuð erfiðan vetur. Mikill sandur situr eftir hvorutveggja á göngustígum og götum bæjarins og verða næstu dagar og vikur m.a. tileinkaðar hreinsun á öllum viðeigandi stöðum. Samhliða þarf að skoða gróður, grindverk og kanta sem orðið hafa fyrir átroðningi þennan veturinn. Öll þessi verkefni sem fyrirliggjandi eru koma til með að vinnast best í sameiginlegu átaki allra hlutaðeigandi aðila. Vonir mínar standa til þess að íbúar, nemendur skóla á öllum skólastigum og starfsmenn sveitarfélagsins, stofnana og fyrirtækja á svæðinu taki til hendinni og hreinsi vel og vandlega í sínu nágrenni næstu daga og vikur. Sameiginlega getum við gert Hafnarfjörð hreinni á mjög stuttum tíma og skapað þá ásýnd sem við viljum hafa í fallega Firðinum okkar. Í upphafi maí ætlum við hjá bænum að blása til hreinsunarviku, nánar tiltekið dagana 2. – 12. maí og stendur skipulagning á þeirri viku nú yfir. Það er gaman frá því að segja að nokkur fjöldi íbúa hefur þegar leitað til okkar með hugmyndir að samfélagslegu átaki í hreinsunarmálum. Ég veit að út um allan bæ eru samfélagslega ábyrgir og athafnasamir íbúar sem þessir og að samhent átak geri bæinn okkar hreinan.
Fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi og aðalskipulagi Hafnarfjarðarbæjar eru alltaf auglýstar og þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæti beðnir um að senda inn skriflegar athugasemdir við breytingu innan ákveðins tímafrests. Nú í mars voru í auglýsingu breytingar á deiliskipulagi og aðalskipulagi í Skarðshlíðinni og í apríl eru komnar í auglýsingu breytingar á Hnoðravöllum, Kvistavöllum og Einivöllum. Hvað Skarðshlíð varðar er ráðgert að svæði sem ætlað var fyrir hjúkrunarheimili, heilsugæslu, skóla og leikskóla verði nú skóli og leikskóli og að íbúðabyggð stækki inn á svæði sem ætlað var samfélagsþjónustu. Um mánaðarmótin apríl-maí gerum við ráð fyrir að auglýsa lóðir fyrir fjölbýlishús í Skarðshlíð. Gert er ráð fyrir að í kringum 215 íbúðir verði byggðar á svæðinu næsta árið, m.a. litlar og hentugar íbúðir fyrir barnafjölskyldur. Hvað atvinnulóðir varðar þá hefur eftirspurn verið að aukast til muna og mikill áhugi meðal fyrirtækja á staðsetningu sinna félaga á Völlum og Hellum. Það bendir margt til þess að framkvæmdir við mislæg gatnamót fari vonandi af stað haustið 2016 eða a.m.k. verkið boðið út með verklok 2017 sem eykur til muna aðgengi að hverfi og öryggi.
Þessa dagana er fjöldi starfa innan Hafnarfjarðarbæjar í auglýsingu. Þessi tími er annatími hjá okkur hvað ráðningar varðar, sumarið framundan og nýtt skólaár. Það eru nokkur fjöldi fjölbreyttra starfa laus til umsókna innan grunnskóla og leikskóla Hafnarfjarðar auk þess sem umsóknarfrestur fyrir skapandi sumarstörf og störf ungmenna eldri en 16 ára er við það að renna út. Opnað verður á skráningar í vinnuskóla í lok mánaðarins.
Líkt og í febrúar hef ég sett saman yfirlit yfir hluta af þeim verkefnum sem við höfum verið að vinna að í mánuðinum.
Ég vona að þessi skrif séu upplýsandi og varpi ljósi á hluta þeirra fjölbreyttu verkefna sem í gangi eru hverju sinni hjá okkur. Ég minni íbúa og fyrirtæki á vikulega viðtalstíma mína á þriðjudagsmorgnum þar sem ég tek glaður á móti þeim sem vilja eiga samtal við mig. Viðtalsbókanir eru í síma 585-5506.
Með góðri kveðjuHaraldur
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…
Hvað er betra en að kynnast sögunni á hlaupum? Nú eru aðeins tveir dagar í Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í…