Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Bæjarstjóri hefur ákveðið að hafa það sem fastan lið að setja saman nokkur orð um mánaðarmót og segja frá áhugaverðum verkefnum sem í gangi eru innan sveitarfélagsins og upp og ofan af áskorunum, hugmyndum, heimsóknum og fundum mánaðarins. Af mörgu er að taka en með þessu vill bæjarstjóri upplýsa bæjarbúa og aðra hagsmunaaðila betur um gang mála og fyrirætlanir innan sveitarfélagsins.
Ég hef ákveðið að hafa það sem fastan lið að setja saman nokkur orð um mánaðamót til að segja frá áhugaverðum verkefnum sem í gangi eru innan sveitarfélagsins og upp og ofan af áskorunum, hugmyndum, heimsóknum og fundum mánaðarins. Af mörgu er að taka en með þessu vil ég upplýsa bæjarbúa og aðra hagsmunaaðila betur um gang mála og fyrirætlanir innan sveitarfélagsins.
Sagt er að tíminn líði hratt þegar fjörið er mikið og er það svo sannarlega ekki ofsögum sagt. Fáir dagar eru eins hjá Hafnarfjarðarbæ og mikil verðmæti fólgin í því að spjalla bæði við fólkið sitt og þá sem nýta þjónustu sveitarfélagsins. Starfsmenn sem vinna við að veita þjónustuna hafa góða tilfinningu fyrir því hvað betur má fara sem og íbúar og fyrirtæki sem þiggja og nýta þjónustu okkar. Ég lít á það sem eitt af mínum stóru hlutverkum í starfi bæjarstjóra að hlusta á raddir sem flestra til að fá sem skýrasta mynd af stöðu mála. Þannig getum við best lagað hlutina. Ég vinn svo hugmyndir og ábendingar með sviðsstjórunum mínum sem búa svo vel að hafa í sínum röðum framkvæmdaglaða og vel hugsandi einstaklinga sem hafa hagsmuni heildarinnar í huga í verkefnum sínum og aðgerðum. Þetta fyrirkomulag hefur verið að reynast vel og mun ég eftir megni halda því áfram að hitta sem flesta og leggja mitt að mörkum við að tengja rétta aðila og einstaklinga með það fyrir augum að betrumbæta og greiða veginn fyrir raunhæfum nýjum hugmyndum og tækifærum. Mátturinn liggur nefnilega ekki bara í því hvað við starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar getum gert heldur í því hvað samfélagið í heild sinni getur gert og verðum við því að leggja áherslu á að greiða leið að framkvæmdum og árangri.
Síðasta vetur fór ég ásamt fríðu föruneyti á milli grunnskóla Hafnarfjarðar og hitti þar fyrir starfsmenn skólanna – samstarfsfélaga mína – sem hafa það mikla og vandasama hlutverk að mennta börnin okkar stór og smá. Þessar heimsóknir gáfu mér mikið og afrakstur heimsókna var listi yfir hugmyndir að aðgerðum sem væru til þess fallnar að bæta þjónustu grunnskólanna sem og ánægju starfsmanna og þeirra sem njóta þjónustunnar. Þessi listi er nú kominn í hendur aðgerðahóps. Þessa dagana standa yfir sambærilegar heimsóknir til starfsmanna leikskólanna hér í Hafnarfirði. Við höfum þegar heimsótt fimm leikskóla og munum ljúka þessum heimsóknum á vormánuðum. Ég mun í það minnsta hitta rúmlega 500 starfsmenn af um 1800 starfsmönnum sveitarfélagsins í þessum heimsóknum og finn að heimsóknirnar færa mig nær grunnþjónustunni okkar og er tilfinningin strax sú að það eru oft lítil atriði og litlir hlutir sem skipta ótrúlega miklu máli og gera mikið fyrir heildina. Það er nauðsynlegt að vinna í stórum framkvæmdunum líka en við megum ekki gleyma okkur bara við þær. Já – lærdómur þessara heimsókna er mikill og fyrir það er ég þakklátur.
Það er nokkuð ljóst að aðhald og bág fjárhagsstaða sveitarfélagsins undanfarin ár hefur ekki bara sett sitt mark á íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu heldur líka á starfsfólkið okkar. Fólk hefur til þessa átt erfitt með að trúa því að það séu bjartari tímar framundan og að staða sveitarfélagsins sé að vænkast sem er sannarlega raunina. Að einhverju leyti hafa utanaðkomandi breytur þar áhrif en ekki síður breytur sem snúa að rekstri sveitarfélagsins og þeirri hugarfarsbreytingu sem orðið hefur síðustu misseri. Við hjá Hafnarfjarðarbæ höfum verið að stíga varlega til jarðar í mörgu tilliti, lágmarka lántöku, greiða upp óhagstæð lán og framkvæma fyrir eigið fé. Allt gert til að byggja okkur upp til lengri framtíðar litið. Þessi skref eiga að verða til þess að sveitarfélagið haldi áfram að standa vel að vígi þrátt fyrir að sveiflur eigi sér stað í efnahagslífinu þó svo að slíkar sveiflur hafi að sjálfsögðu alltaf einhver áhrif. Það er líka hlutverk okkar starfsmanna að lágmarka áhrif slíkra sveiflna og halda áfram að halda úti þjónustu sem við erum stolt af og kappkostum að bæta.
Við höldum áfram að horfa bjartsýn fram á veginn. Ég vil nota tækifærið og þakka íbúum innilega fyrir þeirra viðbrögð og þátttöku í mokstri í snjóskotinu sem kom nýlega. Ef allir hreinsa frá niðurföllum, hreinsa frá ruslatunnum sínum og moka í kring hjá sér þá ganga hlutirnir ótrúlega vel fyrir sig. Það sannaði sig fyrir nokkrum dögum síðan. Áfram við öll!Meðfylgjandi er yfirlit yfir fréttir í febrúar og er markmið mitt að setja saman svona yfirlit í lok hvers mánaðar okkur öllum til upplýsinga:
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.