Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Bæjarstjóri hefur ákveðið að hafa það sem fastan lið að setja saman nokkur orð um mánaðarmót og segja frá áhugaverðum verkefnum sem í gangi eru innan sveitarfélagsins og upp og ofan af áskorunum, hugmyndum, heimsóknum og fundum mánaðarins. Af mörgu er að taka en með þessu vill bæjarstjóri upplýsa bæjarbúa og aðra hagsmunaaðila betur um gang mála og fyrirætlanir innan sveitarfélagsins.
Ég hef ákveðið að hafa það sem fastan lið að setja saman nokkur orð um mánaðamót til að segja frá áhugaverðum verkefnum sem í gangi eru innan sveitarfélagsins og upp og ofan af áskorunum, hugmyndum, heimsóknum og fundum mánaðarins. Af mörgu er að taka en með þessu vil ég upplýsa bæjarbúa og aðra hagsmunaaðila betur um gang mála og fyrirætlanir innan sveitarfélagsins.
Sumarið nálgast og hjá okkur hjá Hafnarfjarðarbæ hefst það ekki einvörðungu með hækkandi sól og komu Lóunnar heldur líka með vorboðunum okkar sem samanstanda af vorhreinsun, sópun og þvotti gatna, göngustíga og umferðareyja auk auglýsinga á sumarstörfum fyrir 17 ára og eldri. Þessi hópur starfsmanna er okkur gríðarlega mikilvægur ár hvert og verkefni hans mörg og krefjandi yfir sumartímann. Þessi hópur sér, í samstarfi við íbúa og fyrirtæki, um hreinsun bæjarins, sláttur, frístundastarf, safnavörslu og fleira og spilar þannig mikilvægt hlutverk í því að halda bænum hreinum og fínum, taka á móti erlendum og innlendum ferðamönnum ásamt því að sinna börnunum okkar með leik og þjálfun. Nú í ár leggjum við mikinn metnað í það að ná bænum hreinum og fínum fyrr og höfum við þegar hafið vorsópun í hverfum Hafnarfjarðar samkvæmt ákveðnu fyrirkomulagi. Í lok apríl munum við síðan sækja garðaúrgang heim að lóðarmörkum á ákveðnum dagsetningum sem verða kynntar sérstaklega á heimasíðu okkar, Facebooksíðu, íbúasíðum og með tilkynningum á hvert heimili. Sú breyting verður á þetta vorið að verktakar munu aðstoða okkur við upphafssláttur og hreinsun gagngert til að taka enn betur á móti sumri með hreinum og fögrum bæ. Starfsmenn bæjarins og sumarstarfsmenn munu svo halda hreinsun og slætti við eftirleiðis í sumar. Við biðlum því sem fyrr til íbúa að taka virkan þátt í þessari hreinsun með okkur því þannig nást heildaráhrifin og upplifun um hreinan bæ. Þessi framkvæmd er eitt stórt samstarfsverkefni! Marsmánuður var lifandi og skemmtilegur en á sama tíma mjög annasamur. Rétt eins og við viljum hafa þetta, líf og fjör í Firðinum okkar. Á þriðjudögum tek ég á móti íbúum og forsvarsmönnum fyrirtækja í Hafnarfirði í opnum viðtalstímum og eru þeir yfirleitt vel nýttir. Efni funda er fjölbreytt og eftir hvern fund stækkar sýn mín á hafnfirskt samfélag og tilfinning fyrir fjölbreytileikanum og ekki síst fyrir tækifærunum og þeim mikla áhuga sem ríkir um sveitarfélagið þessa dagana. Ásókn í atvinnulóðir hefur aukist til muna og má þar meðal annars þakka væntanlegri komu nýrra mislægra gatnamóta inn í Vallahverfi og Hellnahraun og gríðarlegri uppbyggingu sem er að eiga sér stað í þessu hverfi Hafnarfjarðarbæjar. Framkvæmdir við fjölbýlishús í Skarðshlíð og nýjan skóla í Skarðshlíð fara vonandi af stað fljótlega og lóðir fyrir einbýlis-, par- og ráðhús eru við það að fara í auglýsingu. Samtal er að eiga sér stað við lóðareigendur og fyrirtækjaeigendur á vestur hluta Hrauna með þéttingu og eflingu svæðisins í huga. Þetta og margt annað er í farvatninu. Samhliða erum við hjá Hafnarfjarðarbæ að leggja enn meiri áherslu á heilsueflingu og kynntum nýlega til sögunnar heilsustefnu fyrir Hafnarfjarðarbæ sem hefur í forgrunni að hlúa að almennri vellíðan íbúa, andlegri og líkamlegri, á öllum aldri og styrkja og efla sjálfsmynd og góða líðan. Heilsustefnan styður við þá sýn Hafnarfjarðarbæjar til framtíðar að auka vellíðan íbúa bæjarins með fyrirbyggjandi aðgerðum.Framundan er menningarhátíðin Bjartir dagar í Hafnarfirði og mun næsti mánaðarlegi pistill hjá mér án efa litast mikið af þessari flottu þátttökuhátíð Hafnfirðinga sem er jú fyrsta sumarhátíð landsins ár hvert. Á Björtum dögum syngjum við inn sumarið og njótum þess sem Fjörðurinn fagri hefur upp á að bjóða. Ég hvet alla til að taka þátt í Björtum dögum í ár og nota tækifærið og bjóða gestum HEIM í Hafnarfjörðinn. Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi! Áfram við öll! Páskakveðjur til ykkar! Meðfylgjandi er yfirlit yfir fréttir í mars og er markmið mitt að setja saman svona yfirlit í lok hvers mánaðar okkur öllum til upplýsinga:
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.