Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Bæjarstjóri hefur ákveðið að hafa það sem fastan lið að setja saman nokkur orð um mánaðarmót og segja frá áhugaverðum verkefnum sem í gangi eru innan sveitarfélagsins og upp og ofan af áskorunum, hugmyndum, heimsóknum og fundum mánaðarins. Af mörgu er að taka en með þessu vill bæjarstjóri upplýsa bæjarbúa og aðra hagsmunaaðila betur um gang mála og fyrirætlanir innan sveitarfélagsins.
Ég hef ákveðið að hafa það sem fastan lið að setja saman nokkur orð um mánaðamót til að segja frá áhugaverðum verkefnum sem í gangi eru innan sveitarfélagsins og upp og ofan af áskorunum, hugmyndum, heimsóknum og fundum mánaðarins. Af mörgu er að taka en með þessu vil ég upplýsa bæjarbúa og aðra hagsmunaaðila betur um gang mála og fyrirætlanir innan sveitarfélagsins.
Nú verðum við að gefa okkur að sumarið sé komið eða allavega við það að bresta á. Það er orðið bjart og fallegt úti þrátt fyrir að hitinn sé eitthvað að láta bíða eftir sér. Við hjá Hafnarfjarðarbæ fórum af stað í vorverkin tiltölulega snemma þetta árið og hófum sópun gatna og göngustíga rétt fyrir miðjan apríl. Í upphafi maí sóttum við svo garðúrgang heim til íbúa auk þess að hvetja fyrirtæki til að nýta sér gáma til losunar sem settir voru upp á þremur stöðum í bænum. Það er ánægjulegt að sjá hversu vel íbúar og fyrirtæki tóku við sér og tóku fullan þátt í hreinsun á nærumhverfinu. Sérstaklega ánægjulegt er að sjá hverfafélögin taka sig saman og skipuleggja hreinsunardag innan síns hverfis með það fyrir augum að hreinsa og fegra umhverfið, vekja fleiri til umhugsunar um mikilvægi þess að ganga vel um og ekki síst til að efla tenginguna og andann í hverfinu. Slík tenging og samvinna gerir hvert hverfi bæði sterkara og ríkara í svo mörgu tilliti.Það er viðburðaríkur mánuður að baki hjá Hafnarfjarðarbæ, uppfullur af menningu, listum og uppskeruhátíðum innan skóla og stofnanna í bland við hreyfingu og aðra skemmtun. Við heilsuðum sumri og kvöddum vetur á Björtum dögum sem haldnir voru dagana 19. – 23.apríl. Þessa daga voru í boði fjölbreyttir viðburðir og skemmtun víða um bæinn; HEIMA hátíðin – tónlistarhátíðin sem haldin er í heimahúsum í Hafnarfirði, leikskólalist, sýningar í söfnum bæjarins, opið hús hjá listamönnum, afhending menningarstyrkja, stórtónleikar í Íþróttahúsinu, víðavangshlaup og skemmtidagskrá á Víðistaðatúni og þannig mætti lengi telja. Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar var útnefndur að nýju eftir nokkurt hlé á útnefningunni og var það mat menningar- og ferðamálanefndar að Steingrímur Eyfjörð myndlistarmaður hlyti titilinn í ár. Einstaklega ánægjulegt að sjá þetta verkefni fara af stað aftur í lista- og menningarbænum Hafnarfirði. Við fengum allar útgáfur af veðri í sumargjöf en létum það ekki á okkur fá og fjölmenntum á viðburðina. Menningardagar í grunnskólunum Hafnarfjarðar bera mismunandi nöfn og hafa mismunandi áherslur en eiga það sammerkt að vera uppskeruhátíð skapandi vinnu og skemmtunar innan skólanna. Þessa daga skín gleðin úr hverju andliti, hvort sem er nemenda eða kennara og svo foreldra sem fylgjast stoltir með. Það er óhætt að segja að skólastarfið í Hafnarfirði, á öllum skólastigum, sé í senn lærdómsríkt, hvetjandi og skapandi og kennarar og skólastjórnendur óhræddir við að fara óhefðbundnar leiðir í sínu starfi. Frá því að Hafnarfjarðarbær tók upp nýjan innri samskiptamiðil sem byggir á eiginleikum Facebook þá hefur sýnileiki starfsins orðið miklu meira og upplifunin sú að Hafnarfjarðarbær sé sannarlega einn vinnustaður með hátt í 1.800 starfsmenn á rúmlega 70 starfsstöðvum sem sinna mjög fjölbreyttum verkefnum. Daglega birta starfsmenn myndir úr starfi sínu og frá starfseminni og hjálpa þannig til við að skapa þá fyrirtækjamenningu og samkennd sem við viljum líka ná og finna hjá stórum vinnustöðum. Niðurstöður ársreiknings Hafnarfjarðarbæjar voru gerðar opinberar 11. apríl síðastliðinn þegar reikningur var lagður fyrir til kynningar í bæjarráði. Algjör viðsnúningur hefur orðið í rekstri Hafnarfjarðarbæjar og við loksins komin undir 150% skuldaviðmiðið og þar með laus undan eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins er jákvæð um 538 milljónir króna á meðan ársreikningur 2015 sýndi neikvæða rekstrarniðurstöðu um 512 milljónir og eigum við öll skilið klapp á bakið fyrir góðan árangur, starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar og þeir sem í samfélaginu búa og starfa. Bættar efnahagsaðstæður hafa að sjálfsögðu nokkur áhrif á niðurstöður síðasta árs en ekki síður breytt forgangsröðun verkefna og hagræðing í kjölfar rekstrarrýni á árinu 2015. Það tekur tíma fyrir aðgerðir að skila árangri og nú erum við að uppskera. Við þurfum að halda vel á spilunum áfram og kortleggja og forgangsraða aðgerðum og framkvæmdum í takt við þarfir. Óvissuþátturinn hér eru auknar lífeyrisskuldbindingar sem til stendur að leggja á sveitarfélög landsins og mun aðgerðin hafa mikil áhrif á reksturinn og þær framkvæmdir sem mögulegt verður að fara í. Ég læt þetta duga í bili og sendi ykkur öllum hlýjar sumarkveðjur! Meðfylgjandi er yfirlit yfir fréttir í apríl og er markmið mitt að setja saman svona yfirlit í lok hvers mánaðar okkur öllum til upplýsinga:
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.