Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Bæjarstjóri hefur ákveðið að hafa það sem fastan lið að setja saman nokkur orð um mánaðarmót og segja frá áhugaverðum verkefnum sem í gangi eru innan sveitarfélagsins og upp og ofan af áskorunum, hugmyndum, heimsóknum og fundum mánaðarins. Af mörgu er að taka en með þessu vill bæjarstjóri upplýsa bæjarbúa og aðra hagsmunaaðila betur um gang mála og fyrirætlanir innan sveitarfélagsins.
Ég hef ákveðið að hafa það sem fastan lið að setja saman nokkur orð um mánaðamót til að segja frá áhugaverðum verkefnum sem í gangi eru innan sveitarfélagsins og upp og ofan af áskorunum, hugmyndum, heimsóknum og fundum mánaðarins. Af mörgu er að taka en með þessu vil ég upplýsa bæjarbúa og aðra hagsmunaaðila betur um gang mála og fyrirætlanir innan sveitarfélagsins.
Sumarið er komið í allri sinni dýrð. Frábær sjómannadagshelgi við Flensborgarhöfnina að baki, hátíðarhöld á þjóðhátíðardag vel heppnuð og Víkingahátíð við Fjörukrána vel sótt að vanda. Hátíðarhöld sem þessi eru veisla fyrir alla fjölskylduna og gestum þökkum við fyrir komuna og öllum þeim sem komu að skipulagningu og framkvæmd innilega fyrir þeirra framlag. Hátíðarhöld sem þessi skipa stóran sess í hugum Hafnfirðinga og upplifunin verður hluti af æskuminningum barnanna sem koma og upplifa eitthvað nýtt og spennandi.
Fjölbreytt sumarstarf fyrir börn og unglinga fer fram að vanda víða um bæinn nú í sumar og í Vinnuskólanum hafa fjölmargir kraftmiklir og duglegir einstaklingar hafið störf við að snyrta bæinn og sinna frístundum barnanna í bænum. Við leggjum mikla rækt við að hafa bæinn okkar sem snyrtilegastan og festum nýverið kaup á ruslasugu sem verður nýtt í hreinsunarverkefni í miðbænum. Fjölmargir íbúar með græna fingur hafa lagt hönd á plóg í sínu umhverfi en einmitt með samstilltu átaki íbúa og starfsmanna verður bærinn snyrtilegur á að líta fyrir okkur öll sem og þá gesti sem sækja okkur heim. Nú á vorönn hef ég ásamt fríðu föruneyti heimsótt alla leikskóla í Hafnarfirði og var sambærileg heimsókn farin í alla grunnskóla Hafnarfjarðar á síðasta ári. Heimsóknirnar hafi verið afar gagnlegar og að gott samtal átt sér stað. Hafnarfjarðarbær er stór vinnustaður sem kallar á gott skipulag og samstarf og höfum við í þessum heimsóknum lagt áherslu á mikilvægi þess að tala saman, koma hugmyndum okkar um þjónustubætingu á framfæri og stilla saman strengi allra starfseininga Hafnarfjarðarbæjar í öllu tilliti. Við erum öll í sama flotta liðinu! Í maí veittum við starfsfólki sem hefur náð 15 ára og 25 ára starfsaldri viðurkenningu annað árið í röð. Í heild heiðruðum við 45 einstaklinga að þessu sinni sem samanlagt hafa starfað hjá sveitarfélaginu í 1316 ár.
Á afmælisdegi bæjarins þann 1. júní síðastliðinn tók Hafnarfjarðarbær á móti fulltrúum frá fimm vinabæjum sem mynda Norrænu vinabæjarkeðjuna. Hafnarfjarðarbær er stoltur af samstarfinu sem hefur skapað umræðugrundvöll um hin ýmsu verkefni sveitarfélaganna. Við þetta tækifæri var afhjúpaður vegvísir sem vísar á vinabæi okkar um víða veröld og sýnir fjarlægðina þangað. Þema mótsins var heilsueflandi samfélag og nýttum við tækifærið til að deila þekkingu og reynslu okkar af hinum ýmsu heilsueflandi verkefnum og fengum innsýn inn í verkefni sem vinabæir okkar vinna að á sama vettvangi. Í sumar verður Suðurbæjarlaug opin til 22 alla virka daga og til kl. 21 á sunnudögum. Aukið aðgengi að sundlaugum er á meðal þess sem lögð er áhersla á í nýlegri Heilsustefnu Hafnarfjarðar og aðgerðaráætlun hennar og einn liður í því að auka vellíðan íbúa Hafnarfjarðar. Í sumar er því tilvalið að heimsækja sundlaugarnar eða einhverja af fjölmörgum af þeim útivistarperlum sem við búum að í Hafnarfirði. Hvernig væri að ganga á Helgafell, grilla á Víðistaðatúni, taka þátt í Ratleik Hafnarfjarðar, hjóla eftir Strandstígnum, fara í sund eða sækja góða bók á Bókasafnið í sumar? Svo er frítt á öll söfnin okkar. Sumarið er líka tími sumarfría þó að starfsemi bæjarins sofi aldrei. Ég vona að starfsmenn og íbúar Hafnarfjarðar komi endurnærðir til baka eftir verðskuldað frí og njóti sumarsins!Meðfylgjandi er yfirlit yfir fréttir í maí og það sem af er júní okkur öllum til upplýsinga:
Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar
Hafnarfjarðarbær vekur athygli á því að flugeldarusl á ekki heima í sorptunnum heimila. En við erum heppin, því sérstakir gámar…
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…