Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Myndarlegur hópur mætti í kalda fjöruna við Langeyrarmalir og stakk sér í sjóinn á Nýársdag. Sjósbaðsstelpurnar Glaðari þú undirbjuggu og leiddu hópinn í sjóinn. Eftir sprettinn beið heitur saunaklefi Trefja eftir glöðum hópnum, allt í samstarfi við Heilsubæinn Hafnarfjörð.
„Þetta fór algjörlega fram úr væntingum og vatt upp á sig,“ segir Freyja Auðunsdóttir, markaðsstjóri Trefja um samstarfið við Heilsubæinn Hafnarfjörð um að setja saunaklefa við Langeyrarmalir yfir áramótin.
„Undirtektirnar voru frábærar,“ segir hún. Ekki aðeins hafi sjóbaðsstelpurnar í Glaðari þú dregið hópinn á flot á nýársdag heldur hafi Herjólfsgufan hreiðrað um sig í saunaklefanum við Langeyrarmalir.
„Forsvarsmenn hennar komu til liðs við okkur og voru með sautján sauna-athafnir á milli jóla og nýárs. Þær verða svo enn fleiri til 5. janúar. Það varð uppselt um leið, sem sýnir áhugann,“ segir Freyja.
Guðrún Tinna Thorlacius í Glaðari þú segir upplifunina hafa verið frábæra. „Þetta var æðislegt,“ segir hún. „Það var rosalega kalt og mikil áskorun fyrir marga. En svo var sjórinn svo mjúkur þegar við komum út í.“ Þær Guðrún Tinna og Margrét Leifsdóttir leiða marga hópa.
„Við sem stundum sjóinn í Nauthólsvík fundum að sjórinn er 1-2 gráðum heitari í Hafnarfirði. Við fundum muninn,“ segir hún og lýsir því hversu áhrifaríkt sé að stunda áfram kuldaþjálfunina þegar komið er upp úr sjónum. Tvær í hópnum þeirra hafi ekki gert þetta áður og viljað hlaupa í gufuna eftir sjóinn en staldrað við og klárað þjálfunina.
„Þær voru svo ánægðar og gleðihormónarnir fóru á fulla ferð inn í kerfið. Þetta var æðislegt. Vel gert Hafnarfjörður að stofna til þessa viðburðar og leiðsögn. Upplifunin verður sterkari og markvissari með leiðsögn,“ segir hún.
Glaðari þú voru einnig með á Hamingjudögum. „Þangað komu konur sem hafa stundað sjósund síðan og komu svo til okkar á nýárdag,“ segir Guðrún Tinna.
Já, gleðin var við völd á nýársdag enda hugmyndafræði Glaðari þú sjóbaðsstelpnanna að stunda stutt og eflandi sjóböð með leikgleði og mildi að leiðarljósi. Freyja nefnir kuldann.
„Já, 10-12 stiga gaddur og gaman að sjá þolinmæðina,“ segir hún. „Fólk skiptist á að fara inn í saununa og stóð þar jafnvel upp á endann til að fá hlýju í kroppinn. Margir röltu svo yfir í Sundhöll Hafnarfjarðar,“ segir hún.
„Þarna fóru jákvæðar sálir inn í árið saman.“
Nýsköpunarsetrið við Lækinn hefur fengið nýjan forstöðumann sem mótar nú starfsemina og stefnir á að vera kominn á fullt skrið…
Það er mikill hugur í Skíða- og Skautafélagi Hafnarfjarðar og til stendur að félagið leggi gönguskíðaspor á Hvaleyrarvatni í dag…
Nú um áramótin tók Valdimar Víðisson við starfi bæjarstjóra Hafnarfjarðar af Rósu Guðbjartsdóttur sem gengt hefur embættinu síðan í júní…
Það jafnast fátt á við útiveru í veðurblíðunni þessa dagana og ófáir sem nýtt hafa sér tækifærið til útivistar í…
Tesla á Íslandi hefur fest sér húsnæði undir nýjar höfuðstöðvar sínar að Borgahellu 6 í Hafnarfirði. Bygginga- og fasteignafélagið Bæjarbyggð…
Ragnhildur Sigmundsdóttir hefur nú lokið störfum sem leikskólakennari. Hún hefur sinnt starfinu í 51 ár og í Hafnarfirði allt frá…
Icelandair hefur flutt höfuðstöðvar sínar á Vellina í Hafnarfirði. Nú starfa þar 550 manns í glæsilegu húsnæði sem hannað er…
Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram í íþróttahúsinu Strandgötu í dag. Meistaraflokkur FH karla í handknattleik er…
Á íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2024, sem haldin var í dag, var Anton Sveinn heiðraður sérstaklega fyrir afrek sín og…
Sunnudaginn 15. desember voru veittar viðurkenningar á Thorsplani fyrir best skreyttu húsin í Hafnarfirði.