Íbúafundi frestað

Fréttir

Opnum íbúafundi um málefni eldri borgara í Hafnarfirði hefur verið frestað vegna viðvörunar Almannavarna um óveður þegar líða fer á daginn.

Ákveðið hefur verið að fresta opnum fundi um málefni eldri borgara í Hafnarfirði vegna viðvörunar Almannavarna um óveður þegar líður tekur á daginn. Ráðgert er að halda fundinn á sama stað og á sama tíma fimmtudaginn 11. febrúar frá kl. 18:00 – 20:30.

Endilega takið daginn frá. Verður auglýst betur þegar nær dregur!

__________________________________________

HAFÐU ÁHRIF Á EFRI ÁRIN

Fundur um málefni eldri borgara verður haldinn í Hraunseli, Flatahrauni 3, fimmtudaginn 11. febrúar frá kl. 18:00 – 20:30. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og taka þátt í uppbyggilegum og skemmtilegum fundi sem skilar sér inn í vinnu á sviði öldrunarmála í Hafnarfirði. 

Fyrirkomulag fundar verður opið og dagskrá og umræðuflokkar ákveðnir af þátttakendum sjálfum. Ungir sem aldnir eru hvattir til að mæta og leggja til áhugaverðar hugmyndir að lausnum og leiðum sem  geta bætt þjónustu sveitarfélagsins við einstaklinga sem komnir eru á efri ár.    Fundurinn verður haldinn í Hraunseli, Flatahrauni 3, fimmtudaginn 4. febrúar frá kl. 18:00 – 20:30. 

Húsið opnar kl. 18 og boðið verður upp á súpu.

Fundur með opið fyrirkomulag og dagskrá sem mótast á staðnum 

Ákveðið hefur verið að láta dagskrá, umræðu og hugmyndir ráðast af þeim málefnum sem þátttakendur sjálfir vilja taka fyrir. Að súpu lokinni kl. 18:30 fær hver og einn þátttakandi miða sem hann skrifar á þau málefni sem löngun er til að tekin séu fyrir á íbúafundinum.  Í framhaldinu verður skipt niður á borð eftir málefnum og geta þátttakendur valið borð eftir áhuga og sínum eigin tillögum. Fyrirkomulag fundar er einfalt og til þess fallið að allir geti tekið virkan þátt. 

Takið daginn frá!

Ábendingagátt