Íbúafundir: Hjallabraut og Hlíðarbraut

Fréttir

Boðað er til íbúafunda vegna skipulagsvinnu er snúa að tillögum að breyttri landnotkun við Hjallabraut og við Hlíðarbraut/Suðurgötu. Fundirnir verða haldnir  þriðjudaginn 12. maí. Fundirnir verða einnig í beinu streymi.

Glærur frá fundi vegna Hlíðarbrautar

Boðað er til íbúafunda vegna skipulagsvinnu er snúa að tillögum að breyttri landnotkun við Hjallabraut og við Hlíðarbraut/Suðurgötu. Fundirnir verða haldnir hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar að Norðurhellu 2 þriðjudaginn 12. maí frá kl. 16:30 – 19:30.  Fundirnir verða einnig í beinu streymi á vef og Facebooksíðu Hafnarfjarðarbæjar. 

Húsið verður opið öllum áhugasömum og gætt verður að tilmælum yfirvalda um 2ja metra reglu og hámarks fjölda. Fundarrými á Norðurhellu býður upp á max 13 í sæti í sal. 

Tillögur að skipulagsbreytingum er að finna undir skipulag í kynningu eða hér

Fyrri íbúafundur frá kl. 16:30 – 18:00: Hjallabraut
Farið verður yfir tillögur að aðal- og deiliskipulagsbreytingum. Tillaga að aðalskipulagsbreytingu er í auglýsingu til og með 15.maí nk. Í ljósi aðstæðna hefur athugasemdafrestur verið framlengdur til og með 2. júní nk.

Seinni íbúafundur frá kl. 18:15 – 19:30: Hlíðarbraut/Suðurgata

Farið verður yfir tillögur að aðal- og deiliskipulagsbreytingum er snúa að breyttri
landnotkun og uppbyggingu innan lóðarinnar að Hlíðarbraut 10.

Ábendingagátt