Íbúakönnun um skipulagsmál

Fréttir

Mars er mánuður samtals um skipulagsmál í Hafnarfirði. Íbúar og allir áhugasamir eru beðnir um að taka þátt í könnun er varðar tvær sviðsmyndir sem settar hafa verið fram í framtíðarsýn fyrir Hafnarfjörð.

Mars er mánuður samtals um skipulagsmál í Hafnarfirði. Vinnustofan Þinn staður – okkar bær verður opin til 3. apríl og er hér um að ræða vettvang fyrir íbúa, fyrirtæki og aðra áhugasama til að koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri. 

Til að skapa til grunn til umræðu og skipulagsvinnu til framtíðar voru starfshópar fengnir til að taka út bæinn í heild sinni og setja fram tillögur að skipulagi og framtíðarsýn. Vinna starfshópa liggur fyrir í tveimur skýrslum auk þess sem efnið hefur verið sett fram á myndrænu formi á opinni vinnustofu í Hafnarborg.

Í skýrslu um þéttingu byggðar koma fram tvær sviðsmyndir sem íbúar og allir áhugasamir eru beðnir um að leggja mat sitt á. Valkostir sem ekki endilega fara saman auk þess sem ekki er hægt að gera allt í einu.  Millikostir eru mögulegir en þunginn þyrfti að liggja á annarri hvorri sviðsmyndinni:

  • Borgarlína og þétting meðfram stoppistöðvum hennar
  • Áframhaldandi uppbygging í skarðshlíð, Hamranesi og Áslandi 4 og 5

Lýstu þinni skoðun með þátttöku í könnun

Íbúar og allir áhugasamir eru beðnir um að taka þátt í stuttri könnun og lýsa þannig sinni skoðun á þeim tveimur sviðsmyndum sem verið er að kynna á opinni vinnustofu. Einnig geta áhugasamir sent athugasemdir og ábendingar á netfangið: skipulagsmal@hafnarfjordur.is  

Ábendingagátt