Íbúar móta Hafnarfjörð framtíðarinnar

Fréttir

Íbúum Hafnarfjarðar stendur nú til boða að koma með hugmyndir og tillögur um hvernig þeir vilja sjá bæinn sinn árið 2035. Samráðsgátt, sem opnuð hefur verið á vefsvæðinu Betri Hafnarfjörður, er hluti af mótun heildstæðrar stefnu fyrir bæjarfélagið til næstu 10-15 ára. Verkefnið er leitt af stýrihópi fulltrúa allra flokka sem sæti eiga í bæjarstjórn og hefur undirbúningur og framkvæmd staðið yfir síðan um mitt síðasta ár. Samráðsgáttin verður opin til mánudagsins 14. febrúar.

Samráðsgátt íbúa um framtíðarsýn fyrir Hafnarfjörð til 2033

Íbúum Hafnarfjarðar stendur nú til boða að koma með hugmyndir og tillögur um hvernig þeir vilja sjá bæinn sinn árið 2035. Samráðsgátt, sem opnuð hefur verið á vefsvæðinu Betri Hafnarfjörður, er hluti af mótun heildstæðrar stefnu fyrir bæjarfélagið til næstu 10-15 ára. Verkefnið er leitt af stýrihópi fulltrúa allra flokka sem sæti eiga í bæjarstjórn og hefur undirbúningur og framkvæmd staðið yfir síðan um mitt síðasta ár. Samráðsgáttin verður opin til mánudagsins 14. febrúar.

 

Hfj-frettabanner

Skýr framtíðarsýn sem unnin er í víðtæku samráði 

„Það er spennandi tækifæri fyrir íbúa Hafnarfjarðar að sjá fyrir sér bæinn sinn árið 2035 og geta haft áhrif á að sú sýn muni rætast,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar „Það sem er einstakt og öðruvísi við þá stefnumótun sem nú á sér stað í Hafnarfirði er gerð stefnumarkandi áætlana sem skila mælanlegum markmiðum til skemmri tíma og nýtt verða sem undanfari fjárhagsáætlanagerðar. Með framkvæmdinni erum við að stíga stórt skref í þá átt að tengja betur saman allar stefnur sveitarfélagsins og búa til skýra framtíðarsýn sem unnin er í víðtæku samtali og samráði innan bæjarins og þverpólitískt með bæjarfulltrúum“.  

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Barnasáttmálinn leiðarljós í stefnumótun

Við stefnumótun til 2035 er sérstaklega litið til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og Barnasáttmálans sem leiðarljósa í framtíðarsýn og heildarstefnu Hafnarfjarðar á sviði sjálfbærrar þróunar. Sýn og stefnu sem unnin er í víðtæku samráði við íbúa, starfsfólk bæjarins, atvinnulíf og aðra hagsmunahópa í Hafnarfirði. Íbúum Hafnarfjarðar og öðrum áhugasömum gefst tækifæri til að koma hugmyndum sínum og tillögum á framfæri í gegnum samráðsvettvanginn Betri Hafnarfjörð til og með 14. febrúar.  

Taktu þátt!

Ábendingagátt