Íbúð óskast til leigu sem fyrst

Fréttir

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að taka á leigu íbúð í sveitarfélaginu fyrir 6 manna fjölskyldu. Fjölskyldan er á leið til landsins í gegnum móttökuverkefni ráðuneyta og sveitarfélaga.

 

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að taka á leigu íbúð í sveitarfélaginu fyrir 6 manna fjölskyldu. Fjölskyldan er á leið til landsins í gegnum móttökuverkefni ráðuneyta og sveitarfélaga sem felur í sér móttöku 55 sýrlenskra flóttamanna. Þar af tekur Hafnarfjarðarbær á móti 17 flóttamönnum og er fjölskyldan hluti af þessum hópi.   

 

Íbúðin er ætluð 6 manna fjölskyldu og þarf að lágmarki að vera 100 fermetrar og með þremur nokkuð rúmgóðum svefnherbergjum.  Nánari upplýsingar gefur Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar í síma 585-5500 eða í gegnum netfangið: 
hafnarfjordur@hafnarfjordur.is

 

Óskað er eftir að upplýsingar um íbúðir berist fyrir 15. desember.

 

Fjölskylduþjónusta Hafnarfjarðarbæjar.

Ábendingagátt