Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar staðfesti á fundi sínum í dag úthlutun á síðustu lóðunum í Hamranesi, 25 hektara nýbyggingarsvæði sem tekið er að rísa sunnan Skarðshlíðarhverfis og Vallahverfis í Hafnarfirði. Framkvæmdir við lóðir í Hamranesi hófust í upphafi árs og mun þar rísa hátt í 1800 íbúða hverfi á næstu mánuðum og árum. Áætlaður íbúafjöldi er rúmlega 4000. Síðustu lóðirnar í Skarðshlíðarhverfi seldust í upphafi árs en þar mun rísa byggð með allt að 500 íbúðum og 1250 íbúum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar staðfesti á fundi sínum í gær úthlutun á síðustu lóðunum í Hamranesi, 25 hektara nýbyggingarsvæði sem tekið er að rísa sunnan Skarðshlíðarhverfis og Vallahverfis í Hafnarfirði. Framkvæmdir við lóðir í Hamranesi hófust í upphafi árs og mun þar rísa hátt í 1800 íbúða hverfi á næstu mánuðum og árum. Áætlaður íbúafjöldi er rúmlega 4000. Síðustu lóðirnar í Skarðshlíðarhverfi seldust í upphafi árs en þar mun rísa byggð með allt að 500 íbúðum og 1250 íbúum.
Hátt í 2300 íbúðir fyrir um 5300 íbúa munu rísa í Hamranesi og Skarðshlíðarhverfi. Hér má sjá loftmynd af nýbyggingarsvæðunum tveimur, af Vallahverfi og framkvæmdum við Ásvallabraut sem mun opna í haust. Skarðshlíð til hægri við Ásvallabraut á mynd og Hamranes til vinstri.
Samanlagt er áætlað að íbúafjöldi beggja hverfa verði um 5300 í um 2300 íbúðum. Í Vallahverfi sem stendur næst þessum hverfum búa rétt rúmlega 5700 íbúar í dag. Þannig er gert ráð fyrir að heildarfjöldi á þessu svæði sunnan Reykjanesbrautar yst í Hafnarfirði tvöfaldist á næstu árum. Mikil innviðauppbygging er að eiga sér stað samhliða aukinni eftirspurn og uppbyggingu og hefur þjónusta á svæðinu aukist til muna síðustu mánuði og ár. Á Ásvöllum er aðstaða til íþróttaiðkunar til fyrirmyndar og nýlega var fyrsta skóflustungan tekin að nýju og glæsilegu knattspyrnuhúsi sem eflir og styrkir aðstöðuna enn frekar. Opnað var fyrir umferð á tvöfaldri Reykjanesbraut í nóvember 2020 og mun Ásvallabraut, sem tengir ný íbúðahverfi við Kaldárselsveg, opna í haust. Grunnskóli, leikskóli og tónlistarskóli eru þegar í rekstri í Skarðshlíðarhverfi og er gert ráð fyrir að tveggja hliðstæðu grunnskóli og tveir fjögurra deilda leikskólar rísi í Hamranesi auk hjúkrunarheimilis. Nýlega útgefin byggingarleyfi og byggingarleyfi í ferli fyrir rétt um 300 íbúðir ná til verktakalóða og Bjargs íbúðafélags. Á þróunarreitum á svæðinu munu rísa a.m.k. 1442 íbúðir. Síðustu þróunarreitunum fyrir a.m.k. 420 íbúðir var úthlutað á fundi bæjarstjórnar í gær. Þegar úthlutaðir þróunarreitir eru í ferli m.t.t. deiliskipulags en gera má ráð fyrir að ferlið taki 3-6 mánuði. Samhliða vinna þróunaraðilar reitanna að aðaluppdráttum og ættu að geta hafist handa við framkvæmdir og uppbyggingu á árinu.
Framkvæmdir eru hafnar í Hamranesi. Fyrsta skóflustungan var tekin í febrúar. Hér má sjá hvernig Ásvallabrautin liggur upp og yfir hálsinn. Hamraneshverfi er hér til hægri á mynd.
Framkvæmdir við Ásvallabraut ganga vel. Hér má sjá hvernig Ásvallabraut og Kaldárselsvegur munu tengjast.
„Við höfum lagt allt kapp á að hraða skipulagsvinnu, gatnagerð og uppbyggingu á þessu fallega nýbyggingarsvæði okkar Hafnfirðinga til að svara mikilli eftirspurn eftir lóðum og húsnæði í Hafnarfirði. Það er ljóst að hugur margra leitar heim í Hafnarfjörð“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. „Allar lóðir í Skarðshlíð og Hamranesi eru nú seldar og fjöldi einstaklinga og verktaka þegar farnir af stað með framkvæmdir. Það mun fjölga í hópi framkvæmdaraðila á næstu dögum og vikum og áður en við vitum af verða hér risin einstök hverfi sem hafa ægifagurt uppland Hafnarfjarðar í bakgarðinum. Hér rís draumabyggð þeirra sem vilja lifa í nánd við náttúruna en þó steinsnar frá fjölbreyttri verslun, þjónustu og afþreyingu“. Þegar er hafinn undirbúningur skipulagsvinnu á næstu nýbyggingarsvæðum Hafnarfjarðar í Áslandi 4 og 5 auk þess sem áframhaldandi skipulagsvinna er að eiga sér stað á þéttingarsvæðum m.a. við Hraun-vestur og hafnarsvæði.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…