Íbúðarhúsalóðir í Hafnarfirði rjúka út – Hamranes uppselt

Fréttir

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar staðfesti á fundi sínum í dag úthlutun á síðustu lóðunum í Hamranesi, 25 hektara nýbyggingarsvæði sem tekið er að rísa sunnan Skarðshlíðarhverfis og Vallahverfis í Hafnarfirði. Framkvæmdir við lóðir í Hamranesi hófust í upphafi árs og mun þar rísa hátt í 1800 íbúða hverfi á næstu mánuðum og árum. Áætlaður íbúafjöldi er rúmlega 4000. Síðustu lóðirnar í Skarðshlíðarhverfi seldust í upphafi árs en þar mun rísa byggð með allt að 500 íbúðum og 1250 íbúum.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar staðfesti á fundi sínum í gær úthlutun á síðustu lóðunum í Hamranesi, 25 hektara nýbyggingarsvæði sem tekið
er að rísa sunnan Skarðshlíðarhverfis og Vallahverfis í Hafnarfirði. Framkvæmdir
við lóðir í Hamranesi hófust í upphafi árs og mun þar rísa hátt í 1800 íbúða
hverfi á næstu mánuðum og árum. Áætlaður íbúafjöldi er rúmlega 4000. Síðustu
lóðirnar í Skarðshlíðarhverfi seldust í upphafi árs en þar mun rísa byggð með allt
að 500 íbúðum og 1250 íbúum.

Nybyggingarsvaedi1

Hátt í 2300 íbúðir fyrir um 5300 íbúa munu rísa í
Hamranesi og Skarðshlíðarhverfi. Hér má sjá loftmynd af nýbyggingarsvæðunum
tveimur, af Vallahverfi og framkvæmdum við Ásvallabraut sem mun opna í haust.
Skarðshlíð til hægri við Ásvallabraut á mynd og Hamranes til vinstri. 

Hátt í 2300 íbúðir fyrir um 5700 íbúa í tveimur nýjum
hverfum

Samanlagt er áætlað að íbúafjöldi beggja hverfa verði um 5300
í um 2300 íbúðum. Í Vallahverfi sem stendur næst þessum hverfum búa rétt rúmlega
5700 íbúar í dag. Þannig er gert ráð fyrir að heildarfjöldi á þessu svæði sunnan
Reykjanesbrautar yst í Hafnarfirði tvöfaldist á næstu árum. Mikil innviðauppbygging
er að eiga sér stað samhliða aukinni eftirspurn og uppbyggingu og hefur þjónusta
á svæðinu aukist til muna síðustu mánuði og ár. Á Ásvöllum er aðstaða til
íþróttaiðkunar til fyrirmyndar og nýlega var fyrsta skóflustungan tekin að nýju
og glæsilegu knattspyrnuhúsi sem eflir og styrkir aðstöðuna enn frekar. Opnað var
fyrir umferð á tvöfaldri Reykjanesbraut í nóvember 2020 og mun Ásvallabraut,
sem tengir ný íbúðahverfi við Kaldárselsveg, opna í haust. Grunnskóli,
leikskóli og tónlistarskóli eru þegar í rekstri í Skarðshlíðarhverfi og er gert
ráð fyrir að tveggja hliðstæðu grunnskóli og tveir fjögurra deilda leikskólar
rísi í Hamranesi auk hjúkrunarheimilis. Nýlega útgefin byggingarleyfi og
byggingarleyfi í ferli fyrir rétt um 300 íbúðir ná til verktakalóða og Bjargs
íbúðafélags. Á þróunarreitum á svæðinu munu rísa a.m.k. 1442 íbúðir. Síðustu þróunarreitunum
fyrir a.m.k. 420 íbúðir var úthlutað á fundi bæjarstjórnar í gær. Þegar
úthlutaðir þróunarreitir eru í ferli m.t.t. deiliskipulags en gera má ráð fyrir
að ferlið taki 3-6 mánuði. Samhliða vinna þróunaraðilar reitanna að aðaluppdráttum
og ættu að geta hafist handa við framkvæmdir og uppbyggingu á árinu.

Skardshlid2Framkvæmdir eru hafnar í Hamranesi. Fyrsta skóflustungan var tekin í febrúar.  Hér má sjá hvernig Ásvallabrautin liggur upp og yfir hálsinn. Hamraneshverfi er hér til hægri á mynd. 

Mynd2AsvallabrautFramkvæmdir við Ásvallabraut ganga vel. Hér má sjá
hvernig Ásvallabraut og Kaldárselsvegur munu tengjast.

„Við höfum lagt allt kapp á að hraða skipulagsvinnu,
gatnagerð og uppbyggingu á þessu fallega nýbyggingarsvæði okkar Hafnfirðinga til
að svara mikilli eftirspurn eftir lóðum og húsnæði í Hafnarfirði. Það er ljóst
að hugur margra leitar heim í Hafnarfjörð
 segir Rósa Guðbjartsdóttir
bæjarstjóri Hafnarfjarðar. „Allar lóðir í Skarðshlíð og Hamranesi eru nú seldar
og fjöldi einstaklinga og verktaka þegar farnir af stað með framkvæmdir. Það
mun fjölga í hópi framkvæmdaraðila á næstu dögum og vikum og áður en við vitum
af verða hér risin einstök hverfi sem hafa ægifagurt uppland Hafnarfjarðar í
bakgarðinum. Hér rís draumabyggð þeirra sem vilja lifa í nánd við náttúruna en
þó steinsnar frá fjölbreyttri verslun, þjónustu og afþreyingu“.
Þegar er
hafinn undirbúningur skipulagsvinnu á næstu nýbyggingarsvæðum Hafnarfjarðar í
Áslandi 4 og 5 auk þess sem áframhaldandi skipulagsvinna er að eiga sér stað á
þéttingarsvæðum m.a. við Hraun-vestur og hafnarsvæði. 

Ábendingagátt