Ingibjörg kvödd eftir 20 ár

Fréttir

Ingibjörg Einarsdóttir, skrifstofustjóri fræðslu- og frístundasviðs, mun láta af störfum hjá bænum í lok þessa mánaðar fyrir aldurs sakir. Það eru tuttugu ár síðan Ingibjörg hóf störf hjá Hafnarfjarðarbæ eða árið 1996 þegar starfsemi grunnskóla var flutt frá ríki til sveitarfélaga. 

Ingibjörg Einarsdóttir, skrifstofustjóri fræðslu- og frístundasviðs, mun láta af störfum hjá bænum í lok þessa mánaðar fyrir aldurs sakir. Það eru tuttugu ár síðan Ingibjörg hóf störf hjá Hafnarfjarðarbæ eða árið 1996 þegar starfsemi grunnskóla var flutt frá ríki til sveitarfélaga. Ingibjörg hefur komið að fjölda fjölbreyttra verkefna á sviði fræðslumála gegnum árin og nær virkni hennar í starfi langt út fyrir Hafnarfjörð. Ingibjörg hefur í gegnum starf sitt hjá Hafnarfjarðarbæ, og einnig sem formaður Radda, samtaka um vandaðan upplestur og framsögn, stýrt Stóru upplestrarkeppninni sem byrjaði hér í Hafnarfirði árið 1996. Keppnin nær nú til allra grunnskóla á landinu og hefur nú á síðustu árum Litla upplestrarkeppnin bæst í þá flóru. Ingibjörg mun áfram tengjast Stóru upplestrarkeppninni þegar hún lætur af störfum hjá Hafnarfjarðarbæ.

Starfsfólk fræðslu- og frístundasviðs bauð í kveðjukaffi og köku í gær til heiðurs Ingibjörgu. Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar þakkar Ingibjörgu óeigingjarnt og mikilvægt starf í þágu fræðslumála í Hafnarfirði og fyrir ánægjulegt samstarf í gegnum árin. 

Ábendingagátt