Innleiðingarteymið hefur lokið störfum

Fréttir

Innleiðingarteymið lauk við talningu íláta í bænum og hætti störfum í gær miðvikudaginn, 2. ágúst. Búið er að laga frávik sem hafa uppgötvast í talningunni og ætti bærinn að vera orðinn tilbúinn fyrir fjórflokkunina.

Innleiðingarteymið hefur nú lokið störfum!

Innleiðingarteymið lauk við talningu íláta í bænum og hætti störfum í gær miðvikudaginn, 2. ágúst. Nú tekur pappírsvinna við. Búið er að laga frávik sem hafa uppgötvast í talningunni og ætti bærinn að vera orðinn tilbúinn fyrir fjórflokkunina.
Síðastliðnar tvær vikur, síðan að innleiðingu á nýja sorpflokkunarkerfinu lauk, hafa þrjú sérstök teymi farið um bæinn og talið hvert einasta sorpílát, við sérbýli og fjölbýli. Að auki var farið yfir merkingar og hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í dreifingunni.
Innleiðingarteymið hefur síðustu 12 vikurnar sett saman um 6500 ílát og dreift þeim á um 10.500 heimili í 8 sorphirðuhverfum Hafnarfjarðarbæjar ásamt plastkörfum og bréfpokabúntum. Tæplega 16.000 endurmerkingar á eldri sorpílátum hafa einnig verið gerðar samhliða dreifingunni. 

Í haust verður hægt að endurskoða tunnufyrirkomulag, en það verður auglýst síðar. Við minnum á Nýtt flokkunarkerfi (sorpa.is) þar sem má fræðast um almennt fyrirkomulag og hvernig á að flokka helstu úrgangstegundirnar.

 

Sjá fyrri frétt Innleiðing á nýju sorpflokkunarkerfi er lokið  | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Ábendingagátt