Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Félagsmálastjórar á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur mynduðu samráðshóp um þjónustu við fatlað fólk þegar málaflokkurinn var færður til sveitarfélaganna í ársbyrjun 2011. Meðal viðfangsefna hefur verið eftirlit með þjónustunni eins og kveðið er á um í lögum að sveitarfélögin skuli sinna, svonefnt innra eftirlit.
Félagsmálastjórar á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur og Seltjarnarness (í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ) mynduðu samráðshóp um þjónustu við fatlað fólk þegar málaflokkurinn var færður til sveitarfélaganna í ársbyrjun 2011. Hefur hann komið saman reglulega síðan. Meðal viðfangsefna hefur verið eftirlit með þjónustunni eins og kveðið er á um í lögum að sveitarfélögin skuli sinna, svonefnt innra eftirlit.
Að gefnu því tilefni sem umræður um skýrslu um Kópavogshælið hafa skapað undanfarið þykir samráðshópnum rétt að gera stuttlega grein fyrir hvernig þessu eftirliti er háttað. Framan af – og reyndar enn – höfðu sveitarfélögin eftirlit með þjónustunni með ýmsu móti, en 2013 var kallaður saman hópur fagfólks sem falið var að leita leiða til að efla eftirlitið með reglubundnum og samræmdum hætti. Hópurinn setti saman gæðamatslista í þessu skyni sem tekur mið af lögum og reglugerðum um málaflokkinn, svo og samningi Sameinuðu þjóðanna um málefni fatlaðs fólks. Sveitarfélögin réðu í kjölfarið sameiginlegan starfsmann, reyndan þroskaþjálfa, til að annast eftirlitið.
Úttektir byggðar á skilgreindum gæðavísum
Starfsmaðurinn hefur allar götur síðan gert úttektir jafnt á heimilum fatlaðs fólks, skammtímavistunum, vernduðum vinnustöðum sem hæfingarstöðvum. Úttektirnar byggja á þeim gæðavísum sem myndaðir voru og felast í bæði boðuðum og óboðuðum heimsóknum á viðkomandi staði, viðtölum við forstöðumenn og aðra starfsmenn og eftir atvikum þá sem þjónustunnar njóta. Einnig svara starfsmenn nafnlausri spurningakönnun um starfsemina. Niðurstöður úttektanna nýtast til að rýna hina margvíslegu þætti þjónustunnar, benda á hvað betur mætti fara og setja fram aðgerðaráætlanir um úrbætur. Lögð er áhersla á að eftirlitið sé ekki einungis til aðhalds heldur einnig til að veita stjórnendum og öðru starfsfólki faglegan stuðning og leiðsögn. Í bígerð er að efla þetta innra eftirlit með auknu stöðugildi, m.a. vegna þess að heimilum fatlaðs fólks hefur fjölgað á umliðnum misserum.
Fjölbreytt fræðslustarf
Því er við að bæta að sömu sveitarfélög hafa allt frá 2011 haldið uppi margvíslegu fræðslustarfi fyrir starfsfólk sem vinnur að þjónustu við fatlað fólk innan vébanda þeirra. Sameiginleg fræðslunefnd skipuleggur námskeið í því skyni. Haldin hafa verið að jafnaði 16 námskeið á ári sem sótt hafa 20-40 manns hverju sinni. Sem dæmi um viðfangsefni námskeiðanna má nefna umfjöllun um þá hugmyndafræði sem þjónusta við fatlað fólk byggir á, sem og um efni samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá er a.m.k. einu sinni á ári fjallað um nauðung, leiðir til að bera kennsl á hana og komast hjá þvingandi aðgerðum í þjónustunni. Heils dags námskeið fyrir nýtt starfsfólk eru haldin að jafnaði tvisvar á ári þar sem m.a. fatlað fólk segir frá reynslu sinni og aðstæðum. Skyndihjálparnámskeið eru haldin reglulega, ásamt margvíslegri annarri fræðslu sem ætlað er að auka og efla þekkingu starfsfólks. Litið er á þetta fræðslustarf sem nauðsynlegan og mikilvægan þátt í forvörnum og gæðastarfi í málaflokknum, ekki síst til að styðja og leiðbeina ófaglærðu fólki í starfi sínu.
Samráðshópur framkvæmdastjóra félagsþjónustu í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ.
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…
Fjórða helgin okkar í Jólaþorpinu verður yndisleg. Veðrið mun leika við gesti en fyrst og fremst munu allar þær gersemar…
Börn fá frístundastyrk frá þriggja ára aldri. 10,6 milljarðar verða settir í fjárfestingar. Einnig verður sett fjármagn í uppbyggingu nýs…
Hjörtu okkar Hafnarfjarðar skarta fjólubláum lit í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Dagurinn er 3. desember ár hvert til að…
Menntastefna Hafnarfjarðarbæjar var kynnt á starfsdegi astarfsfólks frístundar-, grunnskóla- og leikskóla Hafnarfjarðarbæjar þann 14. nóvember. Þátttakendur gátu valið um ólíka…
Ný stefna um móttöku skemmtiferðaskipa í Hafnarfirði hefur verið samþykkt af bæjarráði. Stefnan gildir til 2035.
Um 30 útskrifuðust úr Leiðtogaskóla Hafnarfjarðarbæjar á dögunum. Nú hafa 90 stjórnendur bæjarins útskrifast. Kennslan eflir bæjarbraginn.
Mæðgurnar Lára Alda Alexandersdóttir og Silja Þórðardóttir lærðu saman að verða gusumeistarar. Þær nota kraftana í Herjólfsgufunni við Langeyrarmalir.
„Ég finn að Hafnfirðingar eru stoltir af Jólabænum og Jólaþorpinu á Thorsplani,“ segir Sunna Magnúsdóttir, verkefnastjóri Jólaþorpsins sem orðið er…