Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Innritun í leikskóla Hafnarfjarðarbæjar gengur vel og hafa öll börn sem fædd eru í maí 2021 og skráð voru með lögheimili í sveitarfélaginu í maí 2022 fengið boð um leikskólapláss. Fjöldi nýrra barna á leikskólum í Hafnarfirði haustið 2022 er 426. Aðlögun hófst hjá flestum þeirra í ágúst og er áætlað að henni ljúki 10. september. Þrír leikskólar hafa frestað hluta af sinni aðlögun fram til loka september eða þar til ráðningum er lokið.
Innritun í leikskóla Hafnarfjarðarbæjar gengur vel og hafa öll börn sem fædd eru í maí 2021 og skráð voru með lögheimili í sveitarfélaginu í maí 2022 fengið boð um leikskólapláss. Fjöldi nýrra barna á leikskólum í Hafnarfirði haustið 2022 er 426. Aðlögun hófst hjá flestum þeirra í ágúst og er áætlað að henni ljúki 10. september. Þrír leikskólar hafa frestað hluta af sinni aðlögun fram til loka september eða þar til ráðningum er lokið. Frestun nær til 17 barna. Í sumar bárust 28 nýjar umsóknir fyrir börn á innritunaraldri og fá þau úthlutað á næstu vikum.
Þessa dagana er unnið að uppsetningu á færanlegum kennslustofum við þrjá leikskóla í sveitarfélaginu. Ráðgert er að kennslustofurnar verði tilbúnar til notkunar á haustönn 2022. Færanlegar kennslustofur opna á 100 leikskólapláss til viðbótar við þau pláss sem þegar eru í boði innan sveitarfélagsins en í dag eru 1651 börn í 17 leikskólum og verða þá um 1751 eftir stækkun. Ef allt gengur eftir með færanlegar kennslustofur og ráðningu starfsfólks í takti við aukinn fjölda barna þá fá öll börn fædd í júní 2021 og fyrr boð um pláss. Boð um pláss verður sent út til foreldra og forsjáraðila þegar vitað er hvenær framkvæmdum við uppsetningu lýkur og ráðið hefur verið í nýjar stöður.
Innritunaraldur barna í Hafnarfirði hefur lækkað jafnt og þétt síðustu árin í takti við möguleika og mannauð. Á árinu 2016 var viðmið um innritunaraldur við aðalinnritun að hausti 18 mánuðir. Í dag og hin síðustu ár hefur viðmiðið verið 15 mánuðir. Hafnarfjarðarbær hefur verið að skoða möguleikana á því að koma upp sveigjanlegum vistunartíma sem ætti að stuðla að styttri vinnuviku allra, jafnt barna sem og starfsfólks. Slíkt verkefni krefst þátttöku allra og vinnst einungis með virku samstarfi alls skólasamfélagsins. Með slíkri nálgun er verið að huga að velferð barna og koma til móts við starfsumhverfi allra í leikskólum. Á árinu stendur til að hefja greiningu og undirbúning á stækkun leikskólans Smáralundar um eina deild með það fyrir augum að lækka inntökualdur barna enn frekar í vel ígrunduðum skrefum næstu árin. Aðrar aðgerðir sem eru til skoðunar fela m.a. í sér aukningu í hópi faglegra dagforeldra og mögulegar heimgreiðslur.
Námssamningar og stuðningur til menntunar í faginu hefur um nokkurra ára skeið verið ein af grunnstoðum aðgerða Hafnarfjarðarbæjar og hefur framtakið notið töluverðra vinsælda. Sveitarfélagið hefur hin síðustu ár lagt ríka áherslu á að auka menntunarstig starfsfólks í leikskólunum samhliða því að ýta undir menntun ófaglærðra og áhuga allra á því mikilvæga og skapandi starfi sem fram fer innan leikskólanna. Umtalsverðu fjármagni hefur verið veitt í aukin hlunnindi og bætt kjör leikskólastarfsfólks og var m.a. einn helsti áhersluþátturinn í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2022 að skapa betri og meira aðlaðandi starfsaðstæður í leikskólum bæjarins. Voru þessar leiðir markaðar í virku samtali við stjórnendur leikskólanna til að svara ákalli umfram kjarasamninga.
Öll störf innan leikskóla Hafnarfjarðarbæjar eru til auglýsingar á ráðningarvef bæjarins. Í dag vantar 23 stöðugildi í heild í leikskólakerfi bæjarins eða að meðaltali 1,35 stöðugildi per skóla. Leikskólakerfi Hafnarfjarðarbæjar telur 17 leikskóla með 519 stöðugildi og 626 starfsmenn.
Ráðningarvefur Hafnarfjarðarbæjar
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…