Innritun í leikskóla haustið 2024

Fréttir

Innritun í leikskóla fyrir haustið 2024 er hafin. Bréf til foreldra og/eða forsjáraðila voru send út í dag og fyrir liggur nú þegar að börn sem fædd eru til og með 14. apríl 2023 og sótt var um fyrir 6. mars 2024 fá boð um pláss í fyrstu úthlutun haustið 2024.  Foreldrar  fá fimm daga til að svara boði um leikskólapláss.

Haustinnritun 2024 er hafin

Innritun í leikskóla fyrir haustið 2024 er farin af stað. Bréf til foreldra og/eða forsjáraðila voru send út í dag og fyrir liggur nú þegar að börn sem fædd eru til og með 14. apríl 2023 og sótt var um fyrir 6. mars 2024 fá boð um pláss í fyrstu úthlutun haustið 2024. Ferli fyrir fyrstu úthlutun fór af stað í dag og fá foreldrar fim daga til að svara boði um leikskólapláss.

Haustinnritun ætti að vera lokið í apríl/maí

Eftir þessa viku verður haldið áfram að bjóða laus pláss þar til öllum lausum plássum í leikskólum Hafnarfjarðar hefur verið úthlutað.  Ef fram heldur sem horfir þá ætti allri haustinnritun að vera lokið í apríl/maí. Ráðgert er að börn sem sótt var um fyrir eftir 6. mars eða fædd eru eftir 14. apríl fái boð um leikskólapláss í apríl/maí eða eins fljótt og unnt er. Börn sem verða 16 mánaða í ágúst (fædd í apríl 2023) fá boð um pláss í leikskóla frá og með ágúst/september 2024.

Ítarlegar upplýsingar um framkvæmd og fyrirkomulag í Hafnarfirði má finna í reglum sveitarfélagsins um leikskólavist

Ábendingagátt