Innritun í grunnskóla|Enrolment in primary school

Fréttir

English below. Opnað hefur verið fyrir innritun barna sem eru að fara í 1. bekk grunnskóla í Hafnarfirði haustið 2020. Opið er fyrir innritun til 1. febrúar nk. Enrolment for children in Hafnarfjörður who will be attending 1st grade in primary school in autumn 2020 has begun and will be open to 1 February.

<<English below>>

Innritun nemenda í grunnskóla 2020

Opnað hefur verið fyrir innritun barna sem eru að fara í 1. bekk grunnskóla í Hafnarfirði haustið 2020. Opið er fyrir innritun til 1. febrúar nk. og er það á ábyrgð foreldra/forráðamanna að innrita börn í grunnskóla í því sveitarfélagi sem þau hafa lögheimili í. Grunnskólar Hafnarfjarðarbæjar eru opnir öllum börnum og eru foreldrar hvattir til að kynna sér starfsemi grunnskóla Hafnarfjarðar. Hafnarfjörður er eitt skólaumdæmi skipt upp í skólahverfi og ræður lögheimili nemenda því í hvaða hverfisskóla þeir eiga vísa skólavist. Engu að síður er hægt að sækja um skóla í öðrum hverfum.

Innritun fer fram rafrænt í gegnum MÍNAR SÍÐUR undir: Umsóknir – Grunnskólar. Þar er umsókn um námsvist í viðeigandi skóla valin.

Þegar nær dregur vori mun sá skóli þar sem barn fær skólavist senda foreldrum/forráðamönnum allar nauðsynlegar upplýsingar um skólastarfið, m.a. um skráningar á frístundaheimili og í mataráskrift, leikjanámskeið fyrir 6 ára í ágúst áður en grunnskólinn hefst og annað það sem mikilvægt er að vita.

Bréf vegna innritunar barna í 1. bekk haustið 2020 er sent heim til foreldra/forráðamanna viðkomandi barna. Hér má sjá bréfið.

_______________________________________________________

Enrolment in primary school 2020

Enrolment for children in Hafnarfjörður who will be attending 1st grade in primary school in autumn 2020 has begun and will be open to 1 February. Enrolment is done electronically through Mínar síður (My pages) on hafnarfjordur.is under: Umsóknir – Grunnskólar (Applications – Primary schools). The eight primary schools operated by the municipality are open to all children and parents are encouraged to find out about the activities offered by these schools as well as those of other schools.

Hafnarfjörður is a single school district divided into school areas. The domicile of the student determines the school they are entitled to attend. Parents may, however, apply for school admission for their children in other areas. As spring approaches, the school to which your child has been accepted will send you all the necessary information about school activities ahead, such as leisure centre registrations and meal subscriptions, recreational courses for children aged 6 in August before school starts and other information you will need to know.

Letters with information concerning enrolment of children in 1st grade in the autumn 2020 are sent to parents / guardians of the children concerned. Here is a copy of the letter

Ábendingagátt