Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
„Við erum hér fyrst og fremst með heimagerðan hafnfirskan ís,“ segir Björn Páll Fálki Valsson við hringhúsið á Thorsplani þar sem þeir Grétar Þór bróðir hans hafa opnað útibú frá Ísgerð Hafnarfjarðar að Bæjarhrauni 2. Þar verða þeir í sumar og gleðja gesti og gangandi.
„Við búum allan ísinn til í Bæjarhrauni. Þar eru við með gelato-kúluís og þennan hefðbunda hvíta ís í bragðarrefi og brauðform. Við ákváðum að prófa að vera hér á Thorsplani í sumar og stefnum á að vera með opið alla daga frá 14-18,“ segir Björn Páll Fálki Valsson sem ásamt bróður sínum Grétari Þór eiga Ísgerð Hafnarfjarðar. Hann segir að leiki veðrið hins vegar við fjörðinn fagra opni turninn fyrr eða lengur.
Stórir dagar hafa verið hjá þeim bræðrum, til að mynda 17. júní og heimsókn VÆB-bræðra á Thorsplanið en þessir hefðbundu hafa einnig glatt.
„Við höfum líka prófað þegar Hjarta Hafnarfjarðar var að opna að hafa opið til rúmlega 21. En hingað kemur aðallega fólk sem röltir framhjá, sér ísbúðina og vill prófa.“ Þótt ísinn leiki aðalhlutverkið er einnig hægt að fá gos, nammi og pylsu eins og góðum söluturni sæmir.
„Já, við bjóðum þetta klassíska íslenska,“ segir Björn og brosir.
Ísgerðin er ekki gömul en byggð á eldri grunni. Þeir bræður keyptu fyrirtæki sem hét Snjóís, sem áður hafði verið Skúbb, Hafís og fleira. „Já, eitthvað sem hafði ekki gengið og það verður bara að koma í ljós hvort okkar gerir það. Maður verður að prófa.“ Sjálfur sé hann minnst í rekstrinum, Grétar sé stoðin, styttan og með reynsluna.
„Hann gerði áður ís í Perlunni, býr til ísinn okkar og sér um daglegan rekstur. Ég smakka,“ segir Bjössi. „Já, hann plataði mig í þetta,“ segir Grétar og brosir.
Bræðurnir eru frá Akureyri. Grétar býr í Vogunum en Bjössi við Hellisgerði og telur sig nú Hafnfirðing. „Ég við Helena konan mín og börnin höfum búið hér síðan 2018-9. Hvenær er maður Hafnfirðingur? Strákurinn var að koma með bikar í Kaplakrika eftir N1 mótið. Er maður þá ekki orðinn Hafnfirðingur? Barnið búið að skila bikar í Krikann!“
Ísgerð Hafnarfjarðar er með flaggskipið að Bæjarhrauni 2. Þar er ekki aðeins boðið upp á fjölbreytt úrval ísrétta heldur er þar einnig skyrbar, vegnaskálar, búst og hollustu. Ísinn má bæði fá hefðbundinn og laktósafrían sem hentar einstaklingum með mjólkurofnæmi eða mjólkuróþol. „Svo erum við með skyrísinn, sykurlaus og laktósafrír,“ segir Grétar.
Þeir bræður eru enn að finna út hver réttanna hefur vinninginn í vinsældum. „Við höfum aðeins starfað í þrjá mánuði og erum enn að byggja upp reynsluna,“ segir Björn. „Ég gef okkur 1-3 ár að ná athygli íbúa og kynna þeim fyrir þessari hafnfirsku ísbúð.“
Ísbúðin á Thorsplani fer ekki framhjá neinum, á miðju planinu. Þeir bræður stefna á að hún verði opin út vegan-hátíðina í ágúst. „Þá verðum við með vegan-ís í boði,“ segir hann.
„Hugmyndin með því að vera hér á Thorsplani er að leyfa fólki að kynnast okkur, smakka ísinn og fá þau svo upp í Bæjarhraun þar sem úrvalið býður þeirra.“
Já, sumarið fullkomnast með góðan ís í hönd!
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…