Íslandsmeistarar úr Hvaleyrarskóla á leið til Helsinki

Barnvænt sveitarfélag Fréttir

Fulltrúar 8.-10 bekkjar Hvaleyrarskóla sigruðu á Íslandsmóti grunnskólanna í skák í lok mars. Liðið er því Íslandsmeistari og verður fulltrúi Íslands á Norðurlandamóti grunnskólanna sem haldið verður í Helsinki um miðjan september.

 

Íslandsmeistarar í Hvaleyrarskóla

Lið 8.-10 bekkjar Hvaleyrarskóla er Íslandsmeistari í skákkeppni grunnskólanna. Titlinum landaði liðið með glæsibrag í lok mars. Lið Hvaleyraskóla verður fulltrúi Íslands á Norðurlandamóti Grunnskóla sem haldið verður í Helsinki daganna 12 – 14. september.  Það tók forystu strax í upphafi móts og lét hana ekki af hendi.

Íslandsmót grunnskólanna í skák var haldið daganna 29.-30. mars. Í keppni grunnskóla 5.-7. bekkur mættu 36 lið til leiks. A – lið Hvaleyrarskóla var í toppbaráttunni alla tímann og endaði í fimmta sæti. B-lið stóð sig líka vel og endaði um miðbik mótsins.

Emilía Klara Tómasdóttir, nemandi í öðrum bekk, tefldi sjö skákir í mótinu og vann þær allar. Það er sérlega vel gert hjá henni, svona ung að aldri. Fyrir þetta fékk hún sérstök borðverðlaun.

Kristinn Guðlaugsson skólastjóri Hvaleyrarskóla er stoltur af sínu unga fólki. „Fyrir mögrum árum var hér öflug skákkennsla sem datt svo upp fyrir. Við ákváðum að slá í klárinn og jukum kennsluna í vetur. Við kennum nú skák í 3. – 6. bekk,“ segir hann.

„Já, stolt, mjög stolt,“ segir hann. Árangrinum sé fangað. „Já, við settum upp vegg með verðlaununum. Ægir sérkennari hefur tekið skákina undir sinn verndarvæng. Þetta er flottur árangur og hvetjandi. Hér er taflborð og þar sitja nemendur og tefla.“

Ábendingagátt