Íslandsmótið í skák – aldrei fleiri stórmeistarar

Fréttir

Dagana 15.-25. maí 2023 fer Íslandsmótið í skák (Skákþing Íslands) á vegum Skáksambands Íslands fram við glæsilegar aðstæður á Ásvöllum í Hafnarfirði og stefnir allt í að mótið í ár verði eitt það sterkasta í skáksögunni. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar tók fyrsta leikinn á mótinu sem hófst kl. 15 í dag á Ásvöllum.

Íslandsmeistaramótið hófst á Ásvöllum í dag 

Dagana 15.-25. maí 2023 fer Íslandsmótið í skák (Skákþing Íslands) á vegum Skáksambands Íslands fram við glæsilegar aðstæður á Ásvöllum í Hafnarfirði og stefnir allt í að mótið í ár verði eitt það sterkasta í skáksögunni. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar tók fyrsta leikinn á mótinu sem hófst kl. 15 í dag á Ásvöllum.

Átta stórmeistarar meðal keppenda

Af tólf keppendum eru átta stórmeistarar (af alls 16 sem hafa verið útnefndir) sem er met. Auk þess einn stórmeistari kvenna, einn alþjóðlegur meistari, einn FIDE-meistari og einn fulltrúi titillausra. Helmingur keppendanna hafa áður verið Íslandsmeistarar. Þar fer Hannes Hlífar Stefánsson fremstur í flokki sem er þrettánfaldur Íslandsmeistari í skák. Glæsileg umgjörð er á mótinu og eru allar skákirnar í beinni útsendingu.

Keppendalistinn 2023

  1. Hjörvar Steinn Grétarsson (2539-2) – stórmeistari
  2. Hannes Hlífar Stefánsson (2521-13) – stórmeistari
  3. Henrik Danielsen (2501-1) – stórmeistari
  4. Héðinn Steingrímsson (2491-3) – stórmeistari
  5. Vignir Vatnar Stefánsson (2470-0) – stórmeistari
  6. Jóhann Hjartarson (2466-6) – stórmeistari
  7. Bragi Þorfinnsson (2431-0) – stórmeistari
  8. Guðmundur Kjartansson (2402-3) – stórmeistari
  9. Hilmir Freyr Heimisson (2353-0) – alþjóðlegur meistari
  10. Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2338-0) – FIDE-meistari
  11. Lenka Ptácníková (2099-0) – stórmeistari kvenna
  12. Jóhann Ingvason (2076-0)

(skákstig og íslandsmeistaratitlar í opnum flokki í sviga)

Styrktaraðilar mótsins 2023

  • Hafnarfjarðarbær
  • Algalíf
  • Teva
  • Lengjan
  • Guðmundur Arason
  • MótX
Ábendingagátt