Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
„Þetta hefur verið draumur hjá mér síðan ég var krakki,“ segir Knútur Hreiðarsson matreiðslumaður sem hefur ásamt eigendum Sydhavn blásið lífi í Hellisgerði, lystigarð Hafnarfjarðar. Þar er opið nú á aðventunni.
„Þetta hefur verið draumur hjá mér síðan ég var krakki,“ segir Knútur Hreiðarsson matreiðslumaður sem hefur ásamt eigendum Sydhavn blásið lífi í Hellisgerði, lystigarð Hafnarfjarðar. Heitt kakó, smurbrauð og eplaskífur verða meðal veitinga. Hangilæri og laufabrauð einnig í nýuppgerðu húsnæði lystigarðsins. Knútur sagði frá í Jólablaði Hafnarfjarðarbæjar.
„Við heiðrum íslensk-skandinavískar jólahefðir. Hér má fá smámatarbita eftir röltið í Jólaþorpið,“ segir Knútur sem ólst upp steinsnar frá þessum fallega lystigarði. Hann stofnaði Le Kock og Deig og er yfirkokkur á Sydhavn í Hafnarfirði sem ætlar nú einnig að reka Hellisgerði í anda Flóru í Laugardalnum.
„Við systur mínar höfum margoft rætt þetta,“ segir hann um þær Kötlu og Maríu Kristu sem reka Systur og maka. Draumarnir eru stórir: tónleikar, þögult bíó, hrekkjavaka. „Við viljum nýta garðinn eins og hann á skilið.“
Helgi Tómas Sigurðarson, Knútur og sonur hans Vilberg. Knútur er kominn á heimaslóðir, kokkar á Sydhavn og hefur blásið lífi í Hellisgerði. „Við viljum nýta garðinn eins og hann á skilið.“
Knútur býr nú ásamt fjölskyldunni sinni á bak við Sydhavn, veitingastaðinn þar sem hann stýrir matseldinni. „Ég tek þrjá kollhnísa og er kominn í vinnuna. Það er draumur hvers veitingamanns að hafa veitingastaðinn í bakgarðinum.“ Hann segir börnin þrjú kíkja við á vaktina. Gríski þjónninn Nico mætir svo heim til þeirra á aðfangadag í jólasteikina. „Já þannig hefur það verið síðustu ár og hann er einn af betri vinum okkar og barnanna minna.“
Jólin á næsta leiti en hann horfir til sumarsins. Hellisgerði fær þar að njóta sín. „Lautarkörfur með ostum, jafnvel vínflösku. Já, við munum njóta þessarar fjölskylduparadísar hér í Hafnarfirði.“
Jólablað Hafnarfjarðar 2024 – vefútgáfa:
Svampbotn
4 egg
100 g sykur
32 g hveiti
7 g lyftiduft
Stífþeytið eggin og sykurinn. Bætið þurrefnunum út í og þeytið í 2-4 mínútur. Hellið og dreifið á bökunarplötu. Bakið á 190 °C í 10 mínútur. Kælið og losið af plötunni.
Fylling
100 g smjör
85 g flórsykur
100 g suðusúkkulaði
2 msk. skyndikaffi, NESCAFFE
Þeytið smjör og sykur uns hvítt og loftkennt og það myndar stífa toppa. Dreifið fyllingunni á kaldan svampbotninn, 0,6 cm þykku lagi yfir allan botninn. Saxið suðusúkkulaðið í grófa bita en ekki of stóra. Dreifið súkkulaðinu jafnt yfir kremið.
Dreifið svo skyndikaffinu yfir kremið og rúllið botninum saman. Vefjið inn í smjörpappír og kælið. Þegar kakan hefur verið kæld má velta henni upp úr strásykri og skera hana svo í 2-2,5 cm sneiðar. Hún er svo borin fram köld.
Pabbi vill hafa hana frosna en við sættum okkur við tvær gráður.
„Það hefur verið slegist um þessa mokkaköku ömmu Erlu í matarboðum hjá mér. Uppáhaldseftirréttur svo margra. Fullkominn jóladrumbur,“ segir Knútur Hreiðarsson, matreiðslumaður á Sydhavn.
„Amma Erla býr við hlið Kaupfélagsblokkarinnar hér í Hafnarfirði en er ættuð frá Siglufirði. Hún er ítalska amman í mínu lífi. Allt er gert frá grunni sem veitti mér innblástur til að fara í matreiðslu. Ég fékk að elda allt frá grunni og búa til slátur með henni,“ segir hann.
„Það eru til mörg bindi af uppskriftum sem hún hefur handskrifað og ég held utan um eitt þeirra í brynvörðum skáp. Afi minn batt þær margar inn, Ragnar Sveinsson – alltaf kallaður Sófus. Maður þorir varla að snerta uppskriftirnar og það á örugglega við um fleiri því bókin er í þvílíkt flottu standi. Það er slegist um í fjölskyldunni að fá leyniuppskriftir úr bókinni.“
„Þetta hefur verið draumur hjá mér síðan ég var krakki,“ segir Knútur Hreiðarsson matreiðslumaður sem hefur ásamt eigendum Sydhavn blásið…
Yfir fimmtíu þúsund hafa nú stigið inn á Thorsplan og notið Jólaþorpsins með okkur. Nú hefst sjötta og síðasta helgi…
Félagsskapur Karla í skúrum hefur vaxið og dafnað allt frá því hann var stofnaður 2018 – fyrst hér í Hafnarfirði.…
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.