Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarbær hefur fengið 8.185.000 króna styrk frá barna- og menntamálaráðuneytinu til að efla íslenskukunnáttu, sjálfstraust og þátttöku starfsfólks hafnfirskra leikskóla í samfélaginu.
„Ég er bæði ánægð og stolt að sjá Hafnarfjarðarbæ fá þennan styrk,“ segir Hildur Ýr Jónsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar hjá Hafnarfjarðarbæ, sem vinnur að málinu.
„Þetta er liður í að allir geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Þetta er líka stökkpallur fyrir starfsfólk leikskóla Hafnarfjarðarbæjar að eflast í starfi. Hafnarfjörður mun koma til móts við starfsfólk sitt svo það geti lært í undirbúningstíma sínum og orðið sterkara í starfi,“ segir hún. „Við viljum styrkja grunn íslensks málumhverfis í leikskólum og horfum til þess að tungumálanám er ekki aðeins á ábyrgð einstaklingsins heldur einnig samfélagsins.“
Hildur Ýr Jónsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar, Sólborg Jónsdóttir frá Mímir, Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir frá Íslenskuþorp HÍ og Aleksandra Kozimala, kennslufulltrúi fjölmenningar í leikskólunum okkar.
Verkefnið er unnið í samstarfi við Mími-símenntun og byggir á kennsluaðferðum Íslenskuþorps Háskóla íslands, sem hefur sýnt fram á góðan árangur í starfstengdu tungumálanámi.
„Markmið verkefnisins er að hanna og innleiða heildstætt íslenskunám á vinnustað, þar sem sérhæft starfstengt efni er samþætt kennslufræðilegri nálgun Mímis og Íslenskuþorpsins,“ segir Hildur. Verkefnið feli í sér starfstengt íslenskunámskeið, þjálfun tungumálamentora, fræðslu og stuðning við starfsfólk og stjórnendur, auk þess sem íslenskan er virkjuð í daglegu starfi.
Lögð verður sérstök áhersla á starfsþróun þátttakenda. Með skipulögðu íslenskunámi á vinnustað öðlist starfsmenn bæði tungumálafærni og starfslega hæfni sem styrkir stöðu þeirra innan leikskólans. „Þeir fá tækifæri til að taka næstu skref í námi eða starfi í sviði uppeldis og menntunar, og þannig stuðlar verkefnið að auknu jafnræði, fagmennsku og starfsánægju.“
Hildur segir verkefnið svara brýnni þörf þar sem stór hluti leikskólastarfsfólks talar íslensku sem annað mál. Með nýsköpun og heildstæðri nálgun styrkir það gæði íslenskukennslu, eflir samlíðan og hvetur til símenntunar og starfsþróunar.
Eins og því er lýst: Afurð verkefnisins verður fyrirmynd að því hvernig flétta má sérhæfða kennsluaðferð, starfsnám og daglegt starf til að stuðla að inngildingu og framtíðarþróun starfsfólks á fleiri starfssviðum. Verkefnið nýtir dagleg samskipti sem tækifæri til tungumálanáms og styrkir samfélagslega tengingu, þar sem íslenskan verður lifandi og aðgengilegt verkfæri fyrir alla.
„Núna hefst undirbúningstími og skipulagning fyrir kennsluna sjálfa. Mímir hannar námsefnið og við greinum þátttökuviljann. Við vitum þegar að það er þörf á þessu. Kennslan sjálf hefst svo í haust,“ segir Hildur.
Ráðherra, bæjarstjóri og framkvæmdastjóri Vigdísarholts skáluðu í kakói með rjóma við undirritun á samkomulagi um byggingu og rekstur nýs 108…
Hafnarfjarðarbær hefur samþykkt að veita Brynju leigufélagi stofnframlag til kaupa á 16 íbúðum til úthlutunar fyrir öryrkja. Íbúar í Hafnarfirði…
Gestafjöldi í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, jókst um 14% milli ára. Fjölbreytt ár framundan í breyttum miðbæ Hafnarfjarðarbæjar.
Viltu spjalla við verkefnastjóra fjölmenningar hjá Hafnarfjarðarbæ? Koma hugmyndum þínum á framfæri, fá ráð eða ræða málin? Opnir viðtalstímar í…
Tvö námskeið eru í boði í Nýsköpunarsetrinu nú í janúar. Annað Listasmiðja fyrir krakka á aldrinum 9-12 ára. Hitt Skissubókanámskeið…
Strandgötu verður tímabundið lokað vegna viðburðar á Thorsplani milli kl.16:45 og 18:15 þriðjudaginn 6. janúar.
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
„Með sex tíma gjaldfrjálsum leikskóla erum við að létta undir með fjölskyldum og styrkja jafnvægið milli fjölskyldulífs og atvinnu,“ segir Valdimar…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…