Íþrótta- og viðurkenningarhátíð 2019 – íþróttafólkið okkar

Fréttir

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd standa fyrir afhendingu viðurkenninga til íþróttamanna sem keppa með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar á árinu 2019.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd standa fyrir afhendingu viðurkenninga til íþróttamanna sem keppa með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar á árinu 2019.

Viðurkenningar og val á íþróttafólki ársins 2019

Rúmlega 300 einstaklingum sem hafa á árinu 2019 unnið Íslandsmeistaratitla með hafnfirsku liði er veitt viðurkenning á hátíðinni. Úthlutað verður úr sjóði sem Rio Tinto á Íslandi, ÍBH og Hafnarfjarðarbær standa að sem ætlað er að efla íþróttastarf fyrir yngri en 18 ára auk þess sem skrifað verður undir áframhaldandi samning. Viðurkenningar verða veittar bikarmeisturum og þeim sem hafa náð alþjóðlegum titlum. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar hlýtur viðurkenningu frá ÍSÍ sem fyrirmyndar íþróttahérað. Vali á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fer fram en alls hafa tíu tilnefningar verið kynntar í hvorum flokki. Útnefnt verður lið Hafnarfjarðar 2019.

Allir bæjarbúar eru velkomnir og fer hátíðin fram í íþróttahúsinu við Strandgötu kl. 18:00 föstudaginn 27. desember.

Tilnefnd til íþróttakonu Hafnarfjarðar 2019      
Erla Björg Hafsteinsdóttir   Badmintonfélag Hafnarfjarðar   Badminton
Guðbjörg Reynisdóttir   Bogfimifélagið Hrói Höttur   Bogfimi  
Guðrún Brá Björgvinsdóttir   Golfklúbbnum Keili   Golf  
Guðrún Edda Min Harðardóttir Fimleikafélaginu Björk   Fimleikar
Hanna Rún Ingibergsdóttir   Hestamannafélagið Sörli   Hestaíþróttir
Harriet Cardew     Badmintonfélag Hafnarfjarðar   Borðtennis
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir   Sundfélag Hafnarfjarðar   Sund  
Sara Rós Jakobsdóttir   Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar   Dans  
Tanya Jóhannsdóttir     Íþróttafélagið Fjörður   Sund  
Þórdís Eva Steinsdóttir   Fimleikafélag Hafnarfjarðar   Frjálsíþróttir
               
Tilnefnd til íþróttakarls Hafnarfjarðar 2019      
Anton Sveinn McKee   Sundfélag Hafnarfjarðar   Sund  
Ásbjörn Friðriksson     Fimleikafélag Hafnarfjarðar   Handknattleikur
Grétar Ari Guðjónsson   Knattspyrnufélagið Haukar   Handknattleikur
Hilmar Örn Jónsson     Fimleikafélag Hafnarfjarðar   Frjálsíþróttir
Leo Anthony Speight   Fimleikafélagið Björk   Taekwondo
Magnús Gauti Úlfarsson   Badmintonfélag Hafnarfjarðar   Borðtennis
Nicoló Barbizi     Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar   Dans  
Róbert Ísak Jónsson   Íþróttafélagið Fjörður   Sund  
Rúnar Arnórsson     Golfklúbbnum Keili   Golf  
Steven Lennon     Fimleikafélag Hafnarfjarðar   Knattspyrna
               
Tilnefning til íþróttafélags ársins:        
Fimleikafélag Hafnarfjarðar   Meistaraflokkur karla í handknattleik   Handknattleikur
Fimleikafélag Hafnarfjarðar   Meistaraflokkur karla og kvenna í frjálsum íþróttum   Frjálsíþróttir
Sundfélag Hafnarfjarðar   Meistaraflokkur karla og kvenna í sundi   Sund  
               
Ábendingagátt