Íþróttafólk ársins heiðrað í kvöld

Fréttir

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd stóðu í dag fyrir  afhendingu viðurkenninga til  íþróttamanna sem keppa með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli  og íþróttaliði Hafnarfjarðar á árinu 2017.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd stóðu í dag fyrir  afhendingu viðurkenninga til  íþróttamanna sem keppa með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli  og íþróttaliði Hafnarfjarðar á árinu 2017. 

Hátt í 500 einstaklingum sem hafa á árinu 2017 unnið Íslandsmeistaratitla með hafnfirsku liði er veitt viðurkenning á hátíðinni. Úthlutað 18 milljónum úr sjóði sem Rio Tinto á Íslandi, ÍBH og Hafnarfjarðarbær standa að sem ætlað er að efla íþróttastarf fyrir yngri en 18 ára. Viðurkenningar voru veittar bikarmeisturum og þeim sem hafa náð alþjóðlegum titlum.

Vali á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram. Afrekslið Hafnarfjarðar 2017 er meistaraflokkur karla í handknattleik hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Liðið komst í úrslitakeppni fjögurra liða í bikarkeppninni og í úrslitaleik á Íslandsmótinu þar sem liðið endaði í öðru sæti. Liðið tók einnig þátt í Evrópukeppni félagsliða og spilaði 3 umferðir sem gengu vel og rétt missti af riðlakeppni Evrópukeppninnar.

Arna Stefanía Guðmundsdóttir frjálsíþróttakona úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar er íþróttakona Hafnarfjarðar árið 2017. Arna Stefanía varð Íslandsmeistari á árinu og bikarmeistari með kvennaliði FH. Hún er landsliðskona í frjálsíþróttum og tók þátt í alþjóðlegum mótum með góðum árangri. Arna Stefanía sigraði á Smáþjóðaleikunum 2017 í 400m grindahlaupi í kvennaflokki. Hún er Norðurlandameistari kvenna í 400m hlaupi innanhúss og vann bronsverðlaun á Evrópumeistaramóti 22 ára og yngri í 400m grindahlaupi. Arna Stefanía er einnig frjálsíþróttakona FH 2017.

Róbert Ísak Jónsson sundmaður úr Íþróttafélaginu Firði er íþróttamaður Hafnarfjarðar árið 2017. Róbert Ísak er margfaldur Íslandsmeistari í sundi á árinu. Bikarmeistari í sundi með bæði Firði og Sundfélagi Hafnarfjarðar. Róbert tók þátt í alþjóðlegum mótum og vann til verðlauna á þeim. Hann er fjórfaldur Norðurlandameistari í sundi á árinu. Heimsmeistari í 200m fjórsundi, silfurverðlaunahafi á heimsmeistaramóti í 100m bringusundi og í 100m baksundi. Róbert er einnig íþróttakarl Fjarðar 2017.

Ábendingagátt