Íþróttafólk Hafnarfjarðar 2021 – þessi eru tilnefnd í ár

Fréttir

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd standa fyrir afhendingu viðurkenninga til íþróttafólks sem keppa með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara,Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar á árinu 2021. 

Rafræn viðurkenningahátíð 28. desember kl. 18

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd standa fyrir afhendingu viðurkenninga til íþróttafólks sem keppa með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara,Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar á árinu 2021.  Íþrótta- og viðurkenningahátíð Hafnarfjarðar 2021 fer fram í beinu streymi á miðlum Hafnarfjarðarbæjar 28. desember kl. 18.

Dagskrá rafrænnar hátíðar:

  • Árni Stefán Guðjónsson stýrir hátíð
  • Val á íþróttakonu ársins 2021
  • Val á íþróttakarli ársins 2021
  • Val á íþróttaliði ársins 2021
  • Tónlistaratriði

Tilnefnd til íþróttakonu og íþróttakarls Hafnarfjarðar 2021 eru:

Akstursíþróttir

  • Arnar Elí Gunnarsson AÍH

Badminton

  • Róbert Ingi Huldarsson BH
  • Una Hrund Örvar BH

Borðtennis

  • Magnús Gauti Úlfarsson, BH

Dans

  • Nicoló Barbizi, DÍH
  • Sara Rós Jakobsdóttir, DÍH

Fimleikar

  • Guðrún Edda Min Harðardóttir, Björk
  • Margrét Lea Kristinsdóttir, Björk

Frjálsíþróttir

  • Hilmar Örn Jónsson, FH
  • María Rún Gunnlaugsdóttir, FH

Golf

  • Daníel Ísak Steinarsson, Keilir
  • Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Keilir

Handknattleikur

  • Annika Fríðheim Petersen, Haukar
  • Tjörvi Þorgeirsson, Haukar

Körfuknattleikur

  • Lovísa Björt Henningsdóttir, Haukar

Sund

  • Anton Sveinn McKee, SH
  • Emelía Ýr Gunnarsdóttir, Fjörður
  • Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, SH
  • Róbert Ísak Jónsson, Fjörður

Taekwondo

  • Leo Anthony Speight, Björk

Tilnefningar til íþróttaliðs ársins

  • Meistaraflokkur karla og kvenna í frjálsum íþróttum, FH
  • Kvennalið í áhaldafimleikum, Björk
  • Meistaraflokkur karla handknattleik, Haukar
  • Meistaraflokkur kvenna körfuknattleik, Haukar

FH, Guðrún Brá og Anton Sveinn hlutu viðurkenninguna 2020

Afrekslið Hafnarfjarðar 2020 var meistaraflokkur karla og kvenna í frjálsum íþróttum hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Liðið sigraði í öllum frjálsíþróttamótum sem keppt var til stiga á árinu. Þá vann liðið til fjölda titla bæði á meistaramótum sem og í bikarkeppni. Guðrún Brá Björgvinsdóttir kylfingur frá Golfklúbbnum Keili var íþróttakona Hafnarfjarðar árið 2020 og Anton Sveinn McKee sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar íþróttakarl.  

Hlökkum til að fagna afrekum ársins 2021 með ykkur!

Ábendingagátt