Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Í dag tóku fulltrúar hafnfirskra íþróttafélaga á móti styrkjum frá Rio Tinto Alcan á Íslandi hf og Hafnarfjarðarbæ fyrir 16 ára og yngri iðkendur félaganna við athöfn í Straumsvík.
Frá árinu 2001 hefur verið í gildi samningur milli Rio Tinto Alcan, ÍBH og Hafnarfjarðarbæjar um stuðning við íþróttastarf 16 ára og yngri iðkenda aðildarfélaga ÍBH.
Frá árinu 2014 varð heildarstyrktarupphæðin 18 milljónir á ári, framlag hvors aðila er 9 milljónir króna á ári.
Tvær úthlutanir eru á ári
Í vorúthlutun er 60% upphæðarinnar skipt á félögin út frá iðkendafjölda þeirra 16 ára og yngri og í ár er í fyrsta skipti veitt jafnréttishvataverðlaun samkvæmt gildandi samningi, þ.e. þau félög sem fjölga mest annars vegar prósentulega og hins vegar út frá iðkendafjölda því kyni sem hallaði á frá árinu á undan fá sérstaka viðurkenningu. Seinni úthlutun fer fram í desember og er þá verið að greiða 40% af upphæðinni til félaganna út frá námskrám og menntunarstigi þjálfara.
Kröfur á íþróttafélögin um hátt þjónustustig við börn, unglinga og forráðamenn eru miklar. Hægt er að auka gæði starfs íþróttafélaga með fjárstuðningi í formi íþróttastyrkja og lækka kostnað fyrir iðkendur og fjölskyldur þeirra.
Í dag var úthlutað samtals 10,8 milljónum króna sem samkvæmt ákvæðum samnings skiptast á þau 11 íþróttafélög sem sóttu um stuðning fyrir barna- og unglingastarfið í sínu félagi.
Eftirtalin íþróttafélög hlutu styrk:
Knattspyrnufélagið Haukar samtals kr. 2.592.385, Fimleikafélag Hafnarfjarðar (FH) samtals kr. 2.492.224, Fimleikafélagið Björk samtals kr. 2.305.651, Sundfélag Hafnarfjarðar (SH) samtals kr. 795.391, Badmintonfélag Hafnarfjarðar (BH) samtals kr. 369.218, Golfklúbburinn Keilir samtals kr. 361.363, Hestamannafélagið Sörli samtals kr. 288.697, Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar (DÍH) samtals kr. 278.878, Siglingaklúbburinn Þytur samtals kr. 182.645, Íþróttafélagið Fjörður samtals kr. 74.629 og Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar samtals kr. 58.918.
Jafnréttishvataverðlaun hlutu Knattspyrnufélagið Haukar fyrir mestu fjölgun iðkenda þess kyns sem hallaði á kr. 500.000 og Íþróttafélagið Fjörður fyrir mestu prósentufjölgun þess kyns sem hallaði á kr. 500.000.
Sífelld endurskoðun og þróun á sér stað á barna- og unglingastarfi íþróttafélaganna. Gerð er krafa um vellíðan allra sem koma að íþróttastarfinu. Vanda þarf vel til við val á þjálfurum því í dag þurfa þeir að sinna uppeldis-, forvarnar- og íþróttastarfi sem getur oft á tíðum verið ansi vandasamt. Oft reynist erfitt að finna fólk með bæði faglega þekkingu á íþróttum og góða mannlega eiginleika svo almenn ánægja verði með starfið og að það skili árangri. Íþróttastarfið á að byggja á heilbrigðum gildum úr samfélaginu, móta einstaklingana sem taka þátt fyrir lífstíð og leggja grunninn að heilbrigðum lífsstíl.
Rannsóknir hafa margsýnt fram á að skipulagt íþróttastarf skili verðmætari einstaklingum út í samfélagið. Gæðamikið íþróttastarf getur ekki farið fram án stuðnings einkaaðila og opinberra aðila. Samvinna Rio Tinto Alcan á Íslandi og Hafnarfjarðarbæjar um fjárstuðning við barna- og unglingastarf hafnfirskra íþróttafélaga er bæði mikilvægt og verðmætt. Íþróttahreyfingin í Hafnarfirði þakkar Hafnarfjarðarbæ og Rio Tinto Alcan á Íslandi hf fyrir stuðninginn og farsælt samstarf í gegnum árin.
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…
Fjórða helgin okkar í Jólaþorpinu verður yndisleg. Veðrið mun leika við gesti en fyrst og fremst munu allar þær gersemar…
Börn fá frístundastyrk frá þriggja ára aldri. 10,6 milljarðar verða settir í fjárfestingar. Einnig verður sett fjármagn í uppbyggingu nýs…
Hjörtu okkar Hafnarfjarðar skarta fjólubláum lit í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Dagurinn er 3. desember ár hvert til að…
Menntastefna Hafnarfjarðarbæjar var kynnt á starfsdegi astarfsfólks frístundar-, grunnskóla- og leikskóla Hafnarfjarðarbæjar þann 14. nóvember. Þátttakendur gátu valið um ólíka…
Ný stefna um móttöku skemmtiferðaskipa í Hafnarfirði hefur verið samþykkt af bæjarráði. Stefnan gildir til 2035.
Um 30 útskrifuðust úr Leiðtogaskóla Hafnarfjarðarbæjar á dögunum. Nú hafa 90 stjórnendur bæjarins útskrifast. Kennslan eflir bæjarbraginn.
Mæðgurnar Lára Alda Alexandersdóttir og Silja Þórðardóttir lærðu saman að verða gusumeistarar. Þær nota kraftana í Herjólfsgufunni við Langeyrarmalir.
„Ég finn að Hafnfirðingar eru stoltir af Jólabænum og Jólaþorpinu á Thorsplani,“ segir Sunna Magnúsdóttir, verkefnastjóri Jólaþorpsins sem orðið er…