Íþróttavika Evrópu 2021 hófst í gær – tökum virkan þátt!

Fréttir

Heilsubærinn Hafnarfjörður hvetur íbúa og vini Hafnarfjarðar til að kynna sér þær opnu æfingar og opnu hús sem standa áhugasömum á öllum aldri til boða þessa dagana. Komdu og prófaðu t.d. sund, golf, hjól, hjólabretti, badminton, borðtennis, hesta, fimleika og hlaup. Ein/einn eða með fjölskyldunni. Prófum eitthvað nýtt og finnum hreyfingu við hæfi sem er skemmtileg!

Hafnarfjörður
tekur virkan þátt með opnum húsum og æfingum

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin dagana
23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Vikan hefur það að
markmiði að kynna íþróttir og almenna hreyfingu og sporna þannig við auknu
hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri,
bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Þegar hefur nokkuð fjöldi félaga í Hafnarfirði
boðað þátttöku sína með opnum æfingum og opnu húsi hjá sér þessa daga.

Meðfylgjandi félög hafa auglýst opnar æfingar og opin hús
hjá sér:

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands heldur utan um verkefnið og
hvetur sveitarfélög, íþróttafélög, félagasamtök og aðra til samstarfs.
Heilsubærinn Hafnarfjörður hvetur íbúa og vini Hafnarfjarðar til að kynna sér
þær opnu æfingar og opnu hús sem standa áhugasömum á öllum aldri til boða þessa daga. Komdu
og prófaðu t.d. sund, golf, hjól, hjólabretti, badminton, borðtennis, hesta,
fimleika og hlaup. Ein/einn eða með fjölskyldunni. Prófum eitthvað nýtt
og finnum hreyfingu við hæfi sem er skemmtileg!

Í Íþróttavikunni sameinast Evrópubúar undir slagorðinu
#BeActive – vonandi sem flestir Hafnfirðingar líka! Upplýsingar um opin hús,
opnar æfingar og allt það Hafnarfjarðarbær er meðvitaður um að sé í gangi fer
beint í viðburðadagatal á vef bæjarins og í viðburð á vegum Hafnarfjarðarbæjar
á Facebook – BeActive Hafnarfjörður 2021 | Facebook

Nánari upplýsingar um Íþróttaviku Evrópu á öllu Íslandi er
að finna á vef BeActive á Íslandi og Facebooksíðu BeActvoe á Íslandi – Beactive á Íslandi á Facebook

Ábendingagátt